Vinningshafi óhollustusamkeppni notenda CafeSigrun

Myoplex Lite: Chocolate Peanut Butter Crisp!!!

[caption id="attachment_966" align="alignnone" width="300" caption="Vinningshafi Óhollustusamkeppni notenda CafeSigrun"]Vinningshafi Óhollustusamkeppni notenda CafeSigrun[/caption]

Þessi vara á ekki að vera með heilsuvörunum eins og maður sér iðulega að er reyndin. Það er algjörlega verið að plata neytendur að mínu mati. Fyrir mörgum, mörgum árum síðan notaði ég þessar vörur því ég kunni ekki að lesa á innihaldslýsingar. Ég skildi ekki hvers vegna ég fékk illt í magann eftir að hafa borðað þetta. Maginn fór beinlínis á hvolf. Ef ég skoða innihaldið...skil ég það vel. Þetta er eins og að lesa kafla í efnafræðibók.... Sumir eru kannski ekki eins viðkvæmir í maganum en minn fór hreinlega í verkfall. Myoplex Lite hlýtur þann vafasama heiður að lenda í 1. sæti yfir óhollustu vöruna sem notendur CafeSigrun sendu inn í þessa keppni. Það var mikil samkeppni á milli súkkulaðistykkisins og Ananas-mangobitanna en Myoplex hlýtur titilinn...sérstaklega af því neytendur kaupa það með góðri samvisku.....enda eitthvað sem fæst í heilsudeildinni!

Hér kemur innihaldslýsingin fyrir Myoplex Lite aftur:

Innihaldslýsing: Myo-Lean™ prótínblanda (einangrað mjólkurprótín, jónaskipt mysuprótín, kalsíum kaseinat, einangrað sojaprótín), kornsíróp með hátt hlutfall innihald frúktósa, fjölliða glúkósi, sykur, blönduð pálmakjarna olía, kornsíróp með hátt innihald frúktósa, náttúruleg og tilbúin bragðefni, þurrkuð epli, fitusnauð mjólk, maltitol síróp, vítamín- og steinefnablanda (kalsíumfosfat, magnesíum oxíð, kalíumfosfat, kalíumsítrat, kalíumklóríð, askorbínsýra, alfa tocopherýl, járn-orthofosfat, níasínamíð, kalsíum pantothenat, sinkoxíð, koparglúkonat, krómsítrat, pýrídoxín hýdróklóríð, ríbóflavín, þíamín mónónítrat, vítamín-A palmítat, fólínsýra, bíótín, kalíumjoð, vítamín-D3 og vítamín B12), epladuft, eplasýra, sellulósagel, maltódextrín, fitusnautt jógúrtduft (ræktuð mysa og fitusnauð mjólk), þrúgusykur, títandíoxíð bætt fyrir lit, sojalesitín og guarlím.

Glúteinlaust: Nei (maltilol getur innihaldið glútein) Mjólkurlaust: Nei Hnetulaust: Nei Næringargildi í einu stykki (sem er 56 gr): Orka (kcal): 190 Protein: 15 gr Kolvetni: 27 gr Þar af sykur: 16 gr Þar af trefjar: 4-8 gr Fita: 4,6 gr Þar af mettuð fita: 3,5 gr Þar af einómettuð: ekki tekið fram Þar af fjölómettuð: ekki tekið fram Transfita: 0,5 gr (ekki tekið fram en er alveg örugglega eitthvað þar sem notuð er pálmolía og ekki tekið fram hvort hún er hert eða ekki)

Óhollustueinkunn: 0,5 (10 er hollast)

function wpopen (macagna) { window.open(macagna, '_blank', 'width=400,height=400,scrollbars=yes,status=yes'); }

Ég þakka þátttökuna og drengilega og oft tvísýna keppni :) ....Þetta er búið að vera skemmtilegt (a.m.k. fyrir mig) og vonandi hafið þið notendur góðir haft gagn og gaman af.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Lára
03. nóv. 2008

Skemmtilegur vinningshafi, einmitt sá sem hið óþjálfaða auga átti síst von á að myndi vinna. Spurning hvort fólkið í fitness viti af þessu..., gott að ég mun aldrei fara í fitness og þarf því ekki að borða þennan skít (afsakið orðbragðið).