Skólafréttir frá Uganda
Fékk tölvupóst áðan frá lærlingnum (kalla hann E) í Uganda (þið munið eftir honum er það ekki....honum sem seldi geiturnar fyrir restinni af skólagjöldunum.....). E tilkynnti mér sem sagt að hann væri kominn í skólafrí og að hann ætlaði að senda mér einkunnirnar sínar. Hann veit að áframhaldandi fjárframlög velta á einkunnunum svo honum var mikið í mun að senda mér þær sem fyrst. Nú vona ég bara að niðurstöðurnar séu góðar svo drengurinn geti útskrifast með pompi og prakt. Ég var svo búin að lofa honum tölvunámskeiði í útskriftargjöf ef vel gengur og öll fjölskyldan er mjög spennt yfir því....er mér sagt (á milli bæna í tölvupóstum). Þá er nú von til að hann geti keypt fleiri geitur og jafnvel fengið vinnu. Ég nenni ekki að vera að útskýra fyrir honum að íslenska krónan sé orðin verðlaus og að Íslendingar geti ekki lengur keypt sér flatskjái á við fótboltavöll, 400 fm einbýlishús, Range Rovera, einkaþotur o.fl., o.fl.....hef grun um að hann myndi hrista hausinn. Held nefnilega að hann sé ánægður bara með að fá mat þann daginn.
Læt ykkur vita hvernig honum gekk :)
Ummæli
03. okt. 2008
Gaman að fá að fylgjast með.