Óhollustusamkeppni CafeSigrun: Þátttakandi #6

Myoplex Lite: Chocolate Peanut Butter Crisp

Myoplex Lite

Ég held að svona „orkustangir“ eða hvað þetta kallast sé einmitt dæmi um hversu langt við erum komin frá forfeðrum okkar í næringaröflun. Hvað í #$#$% er eiginlega títandíoxíð og af hverju ætti ég að vilja setja það ofan í mig? Einnig er high fructose corn syrup (kornsíróp með hátt hlutfall frúktósa) það sem allt og alla er að drepa t.d. í USA (enda neysla á því gríðarleg). Einnig er í þessari orkustöng hellingur af sykri, tilbúin og náttúruleg bragðefni og allt of mikið af mettaðri fitu. Í 56 gr (einni stöng) eru 3,5 gr af mettaðri fitu sem og 16 gr af sykri. Það myndi þýða helmingi meira ef reiknað í 100 gr eins og flest í óhollustusamkeppninni er. Uss uss. Reglan hjá mér er sú að ef ég þekki ekki innihaldið, læt ég það ekki ofan í mig. Maður á nefnilega ekki að þurfa að vera efnafræðingur til að borða mat. Eða það finnst mér a.m.k. Ég bý miklu frekar til mínar eigin próteinstangir með hreinu undanrennudufti og hnetum, þurrkuðum ávöxtum o.fl. Maður býr til helling í einu, pakkar í plast og geymir í kælinum í margar, margar vikur. Svo er líka fínt að kaupa t.d. Larabar og svoleiðis í heilsubúðum. Svona til gamans prófaði ég að setja orðið Titandioxide í Google leitarvélina og fékk m.a. þessa niðurstöðu: Here you will find the latest news from the chemical, analytical and laboratory industries. Traustvekjandi!

Innihaldslýsing: Myo-Lean™ prótínblanda (einangrað mjólkurprótín, jónaskipt mysuprótín, kalsíum kaseinat, einangrað sojaprótín), kornsíróp með hátt hlutfall innihald frúktósa, fjölliða glúkósi, sykur, blönduð pálmakjarna olía, kornsíróp með hátt innihald frúktósa, náttúruleg og tilbúin bragðefni, þurrkuð epli, fitusnauð mjólk, maltitol síróp, vítamín- og steinefnablanda (kalsíumfosfat, magnesíum oxíð, kalíumfosfat, kalíumsítrat, kalíumklóríð, askorbínsýra, alfa tocopherýl, járn-orthofosfat, níasínamíð, kalsíum pantothenat, sinkoxíð, koparglúkonat, krómsítrat, pýrídoxín hýdróklóríð, ríbóflavín, þíamín mónónítrat, vítamín-A palmítat, fólínsýra, bíótín, kalíumjoð, vítamín-D3 og vítamín B12), epladuft, eplasýra, sellulósagel, maltódextrín, fitusnautt jógúrtduft (ræktuð mysa og fitusnauð mjólk), þrúgusykur, títandíoxíð bætt fyrir lit, sojalesitín og guarlím.

Glúteinlaust: Nei (maltilol getur innihaldið glútein) Mjólkurlaust: Nei Hnetulaust: Nei Næringargildi í einu stykki (sem er 56 gr): Orka (kcal): 190 Protein: 15 gr Kolvetni: 27 gr Þar af sykur: 16 gr Þar af trefjar: 4-8 gr Fita: 4,6 gr Þar af mettuð fita: 3,5 gr Þar af einómettuð: ekki tekið fram Þar af fjölómettuð: ekki tekið fram Transfita: 0,5 gr (ekki tekið fram en er alveg örugglega eitthvað þar sem notuð er pálmolía og ekki tekið fram hvort hún er hert eða ekki)

Óhollustueinkunn: 0,5 (10 er hollast)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

hrundski
29. sep. 2008

En þetta er LITE útgáfan. Ólétta tegundin hlýtur að vera yummmmmy hehe.

Eva Dögg
29. sep. 2008

oj, tetta er alveg ógedslegt!! ...en hvernig gerir madur svona sjálfur??

Sigrún
29. sep. 2008

Eva það eru margir orku- og próteinbitar undir Hitt og þetta á vefnum mínum.

Lena
29. sep. 2008

En af hverju notaru undanrennuduft? Thad er líka matvara sem er komin langt frá sinni upprunalegu mynd. Brúnt hrísgrjóna prótein er t.d. miklu hollara og mysupróteinid er líka mun skárra.

Bestu kvejdur,

CafeSigrun.com
30. sep. 2008

Hreint undranrennuduft er reyndar alls ekki langt frá uppruna sínum, bara þurrkuð undanrenna. Hvaða undanrennuduft ert þú að skoða?.... en ég nota líka mysuprótein og sojaprótein, hrísgrjónaprótein eftir því hvað hentar hverri uppskrift.

Lena
30. sep. 2008

undanrenna er ju komin langt fra upprunalegu mjolkinni i kunni. Eg var bara ad spa. :) Eg sjalf nota helst ekki mjolk, og tha alls ekki svona mikid unna.

CafeSigrun.com
30. sep. 2008

Undanrennan er bara gerð með því að aðskilja rjóma frá mjólkinni og er því ekki lengra frá kúnni en venjuleg mjólk. Hins vegar er búið að fitusprengja hana (sumir vilja hana ófitusprengda og hún er eðlilegust þannig). Ég drekk ekki mjólk sjálf og ekki undanrennu heldur (ég borða ost öðru hvoru) en maðurinn minn drekkur mjólk og vill undanrennuduft í próteinstangirnar sínar. Það má nota hvað annað sem er ef maður vill. Það verður samt alltaf hollara en keyptar próteinstangir. :)

Lena
30. sep. 2008

ja allgjorlega :)

Alma María
06. okt. 2008

OMG hvílík innihaldslýsing. Hvað er eiginlega í gangi hjá þessum framleiðendum. Sé þá fyrir mér skutla bara hinu og þessu út í og hlægja svo af okkur neytendum sem kaupa þetta og borða (ekki ég samt).

CafeSigrun.com
06. okt. 2008

Nákvæmlega Alma.....það sem manni dettur í hug. Þetta er samt eitt mest seldu orku-prótein-næringarstangirnar í dag hér á landi. Bjakk.