Í London

Jæja þá erum við stödd í London...eins og við sjáum af bleikum hanakömbum, dansandi, trommandi, hempuklæddu Hari Krishna strákunum, klæðskiptingum í háum hælum, fólkinu sem er að flýta sér alls staðar í jakkafötum og drögtum, byggingunum sem eru svo stórar að þær gætu hýst alla Reykvíkinga, og allri þeirri flóru fólks sem hér er af öllum stærðum, gerðum, litum o.fl. Við erum komin "heim".

Námskeiðið gekk þrumuvel og ég var vel undirbúin. Það er gaman að labba út úr einum stærsta banka heims og finna að maður hafi staðið sig vel. Námskeiðið var reyndar í norð-vestur hluta landsins og ég gisti á herragarði sem var byggður 1653 og Bítlarnir gistu á þegar þeir voru á svæðinu. Veggirnir voru metersþykkir og hlaðnir og innviðið eins og völundarhús með mjóum og löngum göngum. Gluggarnir voru litlir með blýrömmum (eins og á steindum gluggum) og það voru hestar á beit fyrir utan. Óskaplega fallegt, eins og á málverki.

Nú er ég í London og Jóhannes líka. Þarf að halda smá námskeið fyrir fyrirtækið sem ég er að vinna fyrir hér í UK í dag en svo ætlum við barasta að tsjilla. Við fórum á Neal's Yard í gær að borða....uppáhaldsheilsustaðinn okkar. Í dag erum við að hitta gamla skólafélaga, nágranna, vinnufélaga og fleiri vini. Nóg að gera. Ég fór í heilsubúðir í gær. Best að segja sem minnst um það....ykkar vegna :)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

hrundski
26. sep. 2008

ohhhhhh æðislegt. Njótið vel. Bara að láta vita að hjá mér er brjálað rok og grenjandi rigning...

Elisabet
26. sep. 2008

OH hvað ég samgleðst ykkur,, njótið ykkar í tætlur. Hér uppá Velli er slagveður,, bandbrjálað,,,

go go go London baby

gestur
26. sep. 2008

Gott að þið hafið það gott og Jóhannes er komin til þin. Hér er ROK og Rigning pabbi þinn gat ekki gert uti það sem hann ætlaði að gera vegna rigningar. hAfið það meira en gott. mamma

Gunna
28. sep. 2008

Þú verður að tjekka á þessu http://www.youtube.com/watch?v=Wi5_jNv3MoM