Að undirbúa sig vel...og svo aðeins betur

Það fór þó aldrei svo að ég færi ekki til London með haustinu. Við ætluðum að vera hrikalega skynsöm og fara ekki neitt. Þegar við bjuggum í London (síðustu 2 árin sem við bjuggum þar) fór ég í hverjum einasta mánuði til Íslands til að vinna. Sem var fínt því þá gat ég keypt skyr og Lýsi og svoleiðis "nauðsynjavörur". Það var reyndar ekki gott fyrir umhverfið né axlirnar (umhverfið vegna mengunar og axlirnar vegna þess að tölvan mín er þung). Því var bjargað með kolefnisjöfnun (löngu áður en það kom til sögunnar hér á landi) og axlirnar eru seinna tíma vandamál he he.

Anyways. Nú kemur kallið frá London og ég þarf að fara út og halda námskeið fyrir ristastóran breskan banka. Það er akkúrat á réttum tíma fyrir geðheilsuna ég ákvað að fyrst að borgað er undir rassinn á mér, að taka Jóhannes með. Þá get ég verslað nauðsynjavörur eins og noriblöð (fyrir sushigerð), hnetur, möndlur, umhverfisvænan bökunarpappír (óbleiktan) o.m.fl. Það vill svo vel til að við eigum smá pening á reikningunum okkar úti svo við þurfum ekki að skipta íslenskum peningum...sem betur fer því pundið er í 164 krónum sem er fááááááránlegt.

Námskeiðshald er alltaf stressandi, sérstaklega á tungumáli sem er ekki manns eigið móðurmál. Ég hef haldið svona námskeið áður erlendis (fyrir stærstu fyrirtæki heims) og það sitja yfirleitt 10-12 manns í dökkum jakkafötum/drögtum með frosinn svip, eru hálfgeispandi og líta á klukkuna..eða þannig byrjar það alltaf. Einhvern veginn tekst mér að fanga athygli þeirra (nei Jóhannes...ég fer ekki úr að ofan) og ég verð alltaf jafn ótrúlega glöð þegar fólk verður áhugasamt, spyr milljón spurninga og vill fá að vita meira. Þá finnst mér sigurinn vera unninn. Það er samt ekki skrítið þó sumir hafi efasemdir um ágæti þessarar litlu, ljóshærðu konu sem stendur mjóróma og patar á augljóslega ekki sínu tungumáli um einhver málefni sem mörgum er alveg sama um....ég skil vel að ég fái spurningar sem eru til þess gerðar að draga úr manni sjálfstraust, eru erfiðara svona professionally (til að testa mann). Þá er það eina sem maður getur að bretta upp á ermarnar og svara öllu þannig að enginn efi sé um hvað maður veit eða hvað maður getur...og það ætti enginn efi að vera. Samt efast maður alltaf sjálfur...og það er hættulegt. Maður má ekki sýna veikan blett (ekkert frekar en slösuð antilópa á sléttum Afríku).

Ég er orðin ágæt í að koma fram fyrir stórum hópi...hef haldið fullt, fullt af fyrirlestrum hér á landi og erlendis, hef haldið mörg námskeið, verið í pallborði og ég er löngu hætt að vera stressuð nema rétt kannski á fyrstu setningunni ef ég er að blaðra eitthvað...það er eðlilegt. Það er nefnilega vont að vera ekki stressaður því þá er maður of slakur og jafnvel kærulaus...lykillinn er nefnilega að undirbúa sig vel og undirbúa sig aðeins betur.  Gera ráð fyrir erfiðum spurningum o.s.frv.

Ég hef einu sinni gert þau mistök að vera aðeins of slök. Þá var ég í mastersnámi í London og við vorum tiltölulega nýflutt út. Kúrsinn sem ég var í var svona sögulegur kúrs út frá því námi sem ég var í. Ég lenti í hópi með strák frá Eistlandi. Hann talaði afar, afar litla ensku og það eina sem ég man er að hann sagði á bjagaðri ensku að ég væri heppin að vera svona smágerð því hlutfallslega hlyti ég að heyra vel (miðað við að vera með jafnstór eyru og mér stærri manneskja)...Gott múv eða þannig. Nú við áttum að lesa bók og ræða um hana í tíma eða ég hélt það. Ég lagði línurnar með verkefnið og sagði stráknum að lesa bókina vel því það ætlaði ég að gera. Við myndum svo spila þetta saman í tímanum. Kennarinn var prófessor frá Cambridge, alltaf haugadrukkinn í tíma og var alltaf klæddur í kjólföt og með hatt, stórskrýtinn. Við vorum fyrsta nemendaparið á önninni sem var með þetta verkefni.

Ég hitti stráksa fyrir kennslustundina og spyr hvort við eigum ekki að ræða aðeins um bókina og hugsanlegar spurningar...nei nei sagði hann, þurfum það ekkert. Ok, ég er alveg slök og hugsa með mér að það sé gott að hafa stuðning frá einhverjum sem er líka búinn að lesa bókina.

Kennslustundin byrjar, við komum okkur fyrir ásamt öllum hinum í bekknum. Mig fór að gruna að ekki væri allt með felldu þegar kennarinn kallar nöfn okkar upp. Uuuuuu hvers vegna var hann að því?

Við stöndum fyrir framan fullan bekk af fólki, fullt af augum stara á okkur og mér var farið að líða ansi illa...Hvað átti ég eiginlega að gera þarna? "Viljið þið nú flytja fyrirlesturinn ykkar...." "W.H.A.T.?" "Hvaða fyrirlestur" spyr ég? "Nú..Fyrirlesturinn auðvitað sem þið áttuð að gera um bókina", svarar kennarinn. Ég starði á öll andlitin, algjörlega frosin úr hræðslu og ég fann hvernig blóðsykurinn féll, kaldur sviti spratt fram á enninu og mig langaði helst til að deyja. Ok hugsaði ég með mér...nú kemur til kasta Teits og Siggu og ég horfi á samnemanda minn frá Eistlandi sem stóð lúpulegur við hliðina á mér. Það kom sem sagt í ljós eftir á að þessi samnemandi minn hafði gleymt að láta mig vita að um fyrirlestur væri að ræða (hann átti að láta mig vita) og að við þyrftum að undirbúa okkur undir slíkt. Hann gleymdi líka að lesa bókina og var sem sagt að treysta á mig....(ég hugsaði honum þeigjandi þörfina...og við sem vorum fyrst til að lýsa yfir sjálfstæði þeirra!).

En já...ég flutti fyrirlestur á hroðalega vondri ensku um málefni sem ég vissi ekki nóg um með samnemanda sem vissi enn þá minna. Ég hélt að ég væri miklu betri í ensku en ég var...Ég hreinlega bullaði..EITTHVAÐ um bókina en mér til lítillar gleði var kennarinn einmitt sérfræðingur í akkúrat efni bókarinnar. Ég hef ALDREI verið jafn úrvinda eftir nokkurn skapaðan hlut eins og þessa upplifun. Ef einhvern tímann mig hefur langað til að jörðin gleypti mig þá var það þarna. Ég tafsaði, tautaði, teiknaði skýringarmyndir og kennarinn var ekki hrifinn. Samnemendur mínir peppuðu mig upp eftir á og sögðu að þetta hefði verið fínt og hann hefði verið óþarflega harður við okkur. Ég útskýrði fyrir þeim hvers vegna mér hefði gengið svona illa og þau skildu vel svekkelsið. Þau voru alla önnina vinsamleg við mig því þau vorkenndu mér svo mikið...í hvert skipti sem ég mætti þeim á göngunum var samúðarsvipur í augunum...sem er sorglegt.

Þrennt lærði ég á þessu sem mun fylgja mér alla ævi:

a) Aldrei, treysta á aðra með samvinnu þegar þú gætir komið illa út úr því.

b) Undirbúðu þig vel og svo aðeins betur undir fyrirlestra eða þar sem þú þarft að koma fram.

c) Þekktu efnið sem þú ert að tala um vel og kynntu þér það í þaula.

Ég veit að þetta námskeið mun ganga vel í London (þó ég sé alltaf hrædd um annað) því í öll skiptin hefur það gengið vel, viðskiptavinir eru alltaf ánægðir. Ég ætla nefnilega að undirbúa mig vel...og svo aðeins betur.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Anna
17. sep. 2008

Um hvað verður svo fyrirlesturinn úti?

CafeSigrun.com
17. sep. 2008

Anna, takk fyrir áhugann...fyrirlesturinn verður tengdur því sem ég vinn við dags daglega :)

Bogga
18. sep. 2008

Gangi þér vel með fyrilesturinn,langaði að þakka bara aftur fyrir þessa frábæru síðu og hjálpina þegar ég var að byrja í leikskólaeldhúsinu.Það gengur frábærlega og ég nota mikið uppskriftirnar þínar með smá breitingum:) Takk fyrir kveðja Bogga í keflavík

Elisabet
18. sep. 2008

Skemmtileg frásögn og já bara líka nytsamleg fyrir mig. Keilir snýst sko 90% um hópaverkefni,,,, og ég á að lesa enska skáldsögu og flytja svo 10 min fyrirlestur um hana, er að skíta á mig yfir þessu þar sem enskan mín er ekki alveg upp á marga fiska,, og NB þetta er eftir 4 vikur.

OMG hvað þú ert dugleg að standa í þessu ölllu saman, og gaman gaman að vera að fara til London baby,,, You go girl!

Lisa Hjalt
18. sep. 2008

þú ert hetja, ég hefði dáið þarna uppi á sviði!

vonandi fékkst eitthvað svakalega gott að borða eftir þessi ósköp!!!

Sigrún
18. sep. 2008

He he Lísa...það er eiginlega þannig enn þá að mér verður flökurt við tilhugsunina...og var flökurt lengi á eftir. Er samt viss um að ef ég væri nammi/óholllustukona að ég hefði farið beint í sjoppuna og "dottið í það".

Elísabet...þú getur alltaf huggað við að þér á aldrei eftir að ganga jafn illa og mér gekk þennan dag svo það er strax jákvætt :) Undirbúðu þig bara nógu vel :)

Bogga glöð að heyra að þú getur notað uppskriftirnar fyrir yngstu kynslóðina. Væri gaman að heyra hvað er í uppáhaldi/ekki í uppáhaldi o.s.frv. :)

Korinna
20. sep. 2008

Gangi þér vel í London! Ég er einmitt einnig að fara út og var að spá hvort þú gætir mælt með einhverja búð eða þannig til að kaupa flott dót, samt ekki bökunarpappír, ég nota bara silikon bökunarskífu :-)

Sigrún
26. sep. 2008

Korinna. Það eru um grilljón búðir í London eða grilljón og tvær...að hverju ertu að leita?