Óhollustusamkeppni notenda CafeSigrun: Þátttakandi #4

Soyage Non-Dairy Cultured Soya Dessert frá GranoVita Deluxe- Strawberry

Sojajógúrt

Tillaga frá: Elísabetu og Hörpu

Mjög líklega ljótustu umbúðir sem til eru af nokkuri vöru á markaðnum. En svo sem...dæmum ekki bókina af kápu hennar er alltaf sagt. Það jákvæða hér er að engin litarefni eða aukaefni eru í þessari sojajógúrt og náttúrulegu litarefnin eru úr rauðrófu. Samt pirrar mig að það er talað um flavouring (bragðefni) og hvergi talað um hvort bragðefnið er náttúrulegt eða ekki.  Einnig er hellingur af alls kyns gúmmíi og þó að það sé ekki hættulegt finnst mér aldrei gaman að borða afurð sem inniheldur álíka mikið gúmmí og dekk (ok kannski ekki alveg sanngjarnt...en þið fattið hvað ég meina). Sumir hafa líka ofnæmi/óþol fyrir t.d. Xanthan gúmmíi. Xanthan er stundum notað í glúteinlausan bakstur (til að gera deigið teygjanlegra.... er einnig notað í eggjalíki, tannkrem o.fl.). Þetta er afar fitulítil jógúrt eða aðeins 0,1 gr af fitu sem er eiginlega lygilegt (enda bara gúmmí he he). Sykur er ekki notaður (frábært) heldur er notaður eplasafi og jarðarber. Finnst svolítið skrítið þetta strawberry fruit preperation...veit ekki alveg hvað það þýðir en vonum að þýði bara eitthvað jákvætt he he. Eitt sem er verulega slæmt...hvergi er talað um hvort sojað er NON-GM (óerfðabreytt) og ekki er heldur talað um Crop Friendly Soja eða álíka. Mér er nefnilega meinilla við að kaupa sojavörur frá stöðum þar sem skógum er rutt niður og villt dýr missa heimili sín.  Allt of algengt. Eins er mér illa við að kaupa sojavörur frá USA þar sem megnið af sojauppskerunni er erfðabreytt.  Allt í allt alveg ágæt sojajógúrt en með sína vankanta þó.

Innihaldslýsing: Water, apple juice, strawberry fruit preperation (strawberries (3%), thickener (modified maize starch), colour (beetroot red), flavouring, acidity regulators (citric acid, trisodium citrate), stabiliser (guar gum), antioxidant (ascorbic acid), soya protein (2%), stabilisers (guar gum, xanthan gum, locust bean gum).

Glúteinlaust: Mjólkurlaust: Hnetulaust:

Næringargildi í 100 gr: Orka (kcal): 77 Prótein: 2,4 gr Kolvetni: 16,6 gr Þar af sykur: ekki tekið fram Þar af sterkja: ekki tekið fram Þar af trefjar: ekki tekið fram Fita: 0,1 gr Þar af mettuð fita: ekki tekið fram Þar af einómettuð: ekki tekið fram Þar af fjölómettuð: ekki tekið fram Transfita: ekki tekið fram (en varla mælanleg)

Óhollustueinkunn: 6,0 (10 er hollast)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Elísabet
15. sep. 2008

nú jæja,, ekki alslæmt þó,, systir mín gefur stundum litla skottinu sínu þetta. Takk fyrir þetta...

laufey
18. sep. 2008

Mér finnst þessi innihaldslýsing ægilega óspennandi, 5% jarðarber og soja en 95% vatn, eplasafi og maíssterkja. Svo hljómar þetta ekki mjög náttúrulega þar sem hvorki er sagt natural coloring, natural flavoring né non gm soya. Réttilega ekkert alslæmt þó!

Mér finnst þessi jógúrt aðallega ekkert sérstaklega góð, svo vatnskennd og grá og klístruð einhvernveginn.

Sigrún
18. sep. 2008

Laufey: Það eru ekki nein litarefni (colouring) í jógúrtinu (bara rauðrófusafi), hins vegar er ekki talað um hvaða flavourings er notað sem er öllu verra :)

Ekki mest spennandi afurð í heimi...það fást ekki góð sojajógúrt hér á landi, því miður.

ODdný
24. sep. 2008

Tími til komin að einhverjir fari að flytja inn provamel jógúrtinn eða hreinlega fari að búa til soja jógúrt.