Óhollustusamkeppni notenda CafeSigrun: Þátttakandi #3

Niðursoðin jarðarber

Niðursoðin jarðarber í dós

Tillaga frá: Melkorku Mjöll

Ég man enn þá eftir því þegar amma heitin opnaði dós af niðursoðnum ávöxtum og hellti rjóma út á. Þetta fyrir henni var mikið lostæti og afi sleikti út um. Hún ólst ekki upp við að ávextir væru ferskir. Fyrir 20 árum síðan þóttu ávextir ekki sjálfsagðir á borðum landsmanna og í þá daga var ég hæstánægð með ávextina hennar ömmu. Í dag hreinlega klikkast ég ef borið er á borð fyrir mig niðursoðnir ávextir á veitingahúsi. Það kemur sjaldan fyrir að ég lendi í því í dag (enda aldrei á þannig stöðum) og það þarf að vera eitthvað meira en lítið að í eldhúsinu ef kokkar á veitingahúsum opna bara niðursuðudós í stað þess að skera ferska ávexti.

Niðursoðin jarðarber og aðrir ávextir eru alveg ferlegir. Það er mikil synd og skömm að mínu mati að venja börn við að ávextir séu sykraðir. Það er SVO mikill óþarfi. Enda held ég að það gerist ekki á mörgum heimilum. Ekki aðeins er búið að skemma öll næringarefni og vítamín við niðursuðu heldur er búið að sykra þessa yndislega ávexti og ekki nóg með það heldur bæta litarefnum út í þá líka. Það er því miður ekki neitt tekið fram varðandi sykurmagn (hlutfall) eða neitt annað og fer það óskaplega í taugarnar á mér þegar svo er. Það ætti alltaf að vera sjálfsögð kurteisi við notendur að segja þeim hvað þeir eru að láta ofan í sig....nema maður hafi eitthvað að fela! Ég myndi giska lauslega á að í um 100 gr séu svona 20-25 grömm af sykri.

Ég ætla að lokum að nefna eitt varðandi litarefnið E-124 sem er að finna í þessum niðursoðnu jarðarberjum: Samkvæmt nýjum reglum Evrópusambandsins verður framleiðendum innan tíðar skylt að merkja matvæli sem innihalda litarefnin E102, E104, E110, E122, E124 og E129 með varúðarmerkingunni; Getur haft óæskileg áhrif á hegðun og einbeitingu barna.

Innihaldslýsing: Jarðarber, vatn, sykur, litarefni (E124).

Glúteinlaust:Mjólkurlaust: Hnetulaust:

Næringargildi í 100 gr: Orka (kcal): ekki tekið fram Prótein: ekki tekið fram Kolvetni: ekki tekið fram Þar af sykur: ekki tekið fram Þar af sterkja: ekki tekið fram Þar af trefjar: ekki tekið fram Fita: ekki tekið fram Þar af mettuð fita: ekki tekið fram Þar af einómettuð: ekki tekið fram Þar af fjölómettuð: ekki tekið fram Transfita: ekki tekið fram

Óhollustueinkunn: 1,0 (10 er hollast)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Rósa
14. sep. 2008

jájá,, maður gat sagt sér þetta sjálfur. Niðursoðnir ávextir t.d ferskjur eru þeir ekki líka óhollir og lausir af vítamínum ?

En eru frosin jarðaber fín ?

Sigrún
14. sep. 2008

En vissirðu að það var bannað litarefni í jarðarberjunum?

Allir niðursoðnir ávextir eru af hinu illa, sérstaklega sykurbættir. Maður ætti ekki að nota niðursoðna ávexti (ósykurbætta) nema í neyð.

Frosin jarðarber eru mun betri en þó eru stundum notuð ýmis 'geymsluefni' á þau svo lesið innihaldslýsingar.

Rósa
15. sep. 2008

þessi keppni er frábær ,:D

en eru frosin jarðaber jafn holl og venjuleg fersk :/ ?

Sigrún
15. sep. 2008

Frosin jarðarber (lífrænt ræktuð og án aukaefna, rotvarnarefna o.s.frv.) eru jafn holl og fersk jarðarber. Þau tapa ekki neinu af næringarefnum sínum við frost :)

Rósa
15. sep. 2008

það er hrein snilld ,, takk kærlega ;)