Óhollustusamkeppni CafeSigrun: Þátttakandi nr. 10 (síðasti)

Knorr bollasúpa (Minestrone „grænmetissúpa“)

Knorr bollasúpa

Bollasúpur hafa fylgt Íslendingum afar lengi og ósjaldan hafa þær hitað kroppa blankra námsmanna, fólks í útivist o.fl. Ég hins vegar held að fáir átti sig á því hversu mikill sykur og almenn óhollusta er í svona súpum. Þær eru líka martröð fyrir þá sem hafa ofnæmi því yfirleitt alltaf er ger, glútein og mjólk í súpuinnihaldinu en þó oft ansi vel falið (ekki endilega viljandi). Fólk þarf því að vera vel vant því að lesa utan á innihaldslýsingar matvara til að átta sig á því. Knorr er engin undantekning og þar leynist líka ýmislegt fleira eins og glúkósasíróp (glucosesirup), sykur (sukker), bragðaukandi efni (smagforstærkere) í E 600 geiranum eins og (mononatriumglutamat, dinatriumguanylat, dinatriuminosinat), ger (gærekstrakt), meiri sykur (dextrose og maltodextrin), mjólkursýra (mælkesyre E 525) og svínafita (baconfedt).

Kolvetnisinnihaldið er 57 grömm og ég veit að stór hluti af því eru einföld kolvetni eins og sykur og hvítt hveit (ekki tekið fram hversu hátt hlutfallið er). Ég tók líka eftir því að í tómatsúpunni frá Knorr er kjúklingafita sem ég skiiiiiiil ekki. Margar grænmetisætur borða gjarnan það sem þær telja vera 100% örugglega án kjöts eins og tómatsúpu en ég hef lært á reynslunni að treysta aldrei neinu nema með því að lesa vandlega um það sem ég er að fara að láta ofan í mig. Sama með Minestrone sem er samkvæmt hefðinni grænmetissúpa en þessi inniheldur flesk og svínafitu sem ekki er tilgreint framan á pakkanum.

Ég mæli með súpum úr heilsubúð í staðinn. Sumar þeirra reyndar innihalda ger og jafnvel lítið magn sykurs en þær eru samt margfalt skárri kostur en Knorr, Cup-a-Soup og hvað þetta heitir allt saman og hafa engin furðuleg efni.

Innihaldslýsing: Grønsager 31% (tomater, kartofler, løg, grønne bønner, savojkål, grøn peberfrugt, porrer), nudler 14% (durumhvedemel, æg, salt), sukker, croutoner (hvedemel, vegetabilsk olie, salt, gær, krydderiekstrakter, stivelse, salt, baconfedt, smagsforstærkere (mononatriumglutamat, dinatriumguanylat, dinatriuminosinat), vegetabilsk olie, glucosesirup, hvidløg, gærekstrakt, bacon, ærtestivelse, dextrose, surhedsregulerendemidler (mælkesyre, E 525), gulerodssaftkoncentrat, krydderier, maltodextrin, vegetabilsk fedstof.

Glúteinlaust: Nei Mjólkurlaust: Nei Hnetulaust:

Næringargildi í 100 gr: Orka (kcal): 360 Prótein: 9 gr Kolvetni: 57 gr Þar af sykur: ekki tekið fram (en er slatti) Fita: 11 gr Þar af mettuð fita: ekki tekið fram Þar af einómettuð: ekki tekið fram Þar af fjölómettuð: ekki tekið fram Transfita: ekki tekið fram

Óhollustueinkunn: 2,5 (10 er hollast)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It