Óhollustusamkeppni CafeSigrun: Þátttakandi nr. 7

Sólþurrkaðir tómatar (frá Sacla)

[caption id="attachment_735" align="alignnone" width="300" caption="Sólþurrkaðir tómatar"]Sólþurrkaðir tómatar[/caption]

Nú verða einhverjir svekktir með mig....sólþurrkaðir tómatar eru svooo saklausir ekki satt? Segja má að þeir séu flagð undir fögru tómatskinni a.m.k. þeir sem ekki eru keyptir í heilsubúð. Mér hefur reyndar alltaf þótt vond olían sem troðið er á alla sólþurrkaða tómata (ólífuolían þó skárri en önnur olía sem stundum er notuð) og hef ekki eytt litlum tíma í að þerra olíuna af með pappír. Mér finnst ekki svo geðslegt þegar salatið mitt er löðrandi í olíu. Það kom mér mjög á óvart þegar ég fór að velta fyrir mér óhollustu í ýmsum matvörum (hér í gamla daga) að sólþurrkaðir tómatar innihalda sykur (hversu fáránlegt er það)? Einnig innihalda þeir alls kyns E efni og bragðefni (þ.e. flavourings og það ekki náttúruleg). Alltaf jafn óþolandi þegar ekki er tekið fram hvaða bragðefni er verið að nota.  Ég mæli með sólþurrkuðum tómötum ekki í olíu frá Rapunzel (hægt að fá í krukku) eða frá einhverju öðru merki. Gott er að láta tómatana liggja í smávegis af sjóðandi heitu vatni ef þið viljið fá þá mjúka eða saxa þá bara beint (ég klippi þá eða saxa í salat og brauð). Þannig fær maður sólþurrkaða tómata og nákvæmlega ekkert annað, einmitt eins og það á að vera.

Innihaldslýsing: Sun-dried tomatoes 53%, Sunflower seed oil, Sea salt, Acidity regulators (E 270, 330), Sugar, Oregano, Extra virgin olive oil, Black pepper, Garlic, Firming Agent (E 509), Flavourings, Preservative; Residual Dioxide (E 220)

Glúteinlaust:Mjólkurlaust:Hnetulaust:

Næringargildi í 100 gr: Orka (kcal): 201 Prótein: 4,3 gr Kolvetni: 8,1 gr Þar af sykur: 7,8 gr Fita: 17 gr Þar af mettuð fita: 2 gr Þar af einómettuð: ekki tekið fram Þar af fjölómettuð: ekki tekið fram Transfita: ekki tekið fram

Óhollustueinkunn: 4,5 (10 er hollast)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Fanney Dóra
21. júl. 2008

Jahér.. segi ég enn og aftur! Það er ótrúlegt hvar þessi skítaefni finnast! Takk fyrir þetta :)

gestur
21. júl. 2008

ég hef alltaf haldið að sólþurkaðir tómatar væru svo hollir!!!!!!!!!!!!!!!!!

kv.m.