Bókin komin út.... á Netið

Afríka Ævintýraferðir - bókinJæja þannig fór um sjóferð þá. Ég er ekki eins reið og síðast þegar þeir plöffuðu dýrið niður. Það var þó allt reynt í þetta skiptið og ég var líka sátt við að bangsi átti að fara til Grænlands en ekki í dýragarð, get ekki beðið um meira svo sem. Svo ég ætla að hætta að röfla í þetta skiptið he he.

En talandi um villt dýr og (sum) dýr í útrýmingarhættu. Ég gleymdi að segja ykkur að nú er hægt að kaupa Afríkubókina okkar á Netinu ef einhver hefur áhuga. Bæði er hægt að kaupa hana með og án hlífðarkápu. Ef þið viljið nánari upplýsingar eða hafið spurningar getið þið sent mér póst. Myndirnar eru sem sagt 99% teknar af mér en nokkrar af Jóhannesi.

Svo má skoða sýnishorn úr bókinni sem er jú sniðugt áður en maður verslar eintak. Við erum ekki að græða á bókinni (myndi ekki takast þó við seldum mörg þúsund eintök) heldur er útgáfan meira til gamans og fyrir þá sem hafa kannski farið með okkur í ferð og langar til að rifja upp Afríku (Kenya, Uganda, Rwanda og Tanzaníu). Myndina á forsíðunni tók ég í Uganda, af Shoe Bill fugli sem getur orðið um 1.50 sentimetrar að stærð. Það sem var magnað við þessa myndatöku var að þegar ég beygði mig niður til að taka góða mynd réðst á móti mér Svört mamba, ein hættulegasta eiturslanga Afríku. Hún opnaði munninn, sprautaði eitri út og ég rétt náði að forða mér. Var alveg ótrúlega svekkt eftir á að hafa ekki náð mynd af henni...hefði verið hriiiikalega flott. Það er mjög sjaldgæft að sjá Svarta mömbu svo ég var bara glöð.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Elísabet
19. jún. 2008

Rosa flott !!!!

En ok staðfest,er ekki tölvunörd,, kann þetta ekki, verður þetta ekki enn til sölu þegar ég kem heim? 5 vikur,,,,

CafeSigrun.com
19. jún. 2008

Hæ Elísabet...jú hún verður til :)