Vonandi góður endir

Það er von til þess að Íslendingar plebbist ekki yfir um í þessu ísbjarnarmáli en loksins þegar vonarglæta er í plebbamyrkrinu rek ég augun í setningu í Fréttablaðinu sem ég vona að sé ímyndun, ég ætla allavega ekki að lesa hana aftur af ótta við að hún sé á prenti í raunveruleikanum. Þar er talað við forsvarsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og þeir eru að velta fyrir sér að bæta við dýrum eins og t.d. ÍSBJÖRNUM, MÖRGÆSUM...... og SÍBERÍUTÍGRUM. Ég get lofað ykkur einu. Ef Síberíutígur verður staðsettur í Fjöl og hús-garðinum, mun ég ekki þegja yfir því. Helst myndi mig langa til að kveikja í staðnum í bræði minni og hleypa öllum dýrunum út. Það væri ekki sniðug lausn svo sem en nógu mikil væri reiðin í mér til að gera einhverja svoleiðis vitleysu. Hvernig væri nú að við plebbuðum okkur aðeins niður.

Þegar ég æsi mig yfir dýragörðum segir fólk gjarnan "skooo þetta er eini sénsinn sem við höfum á að sýna börnunum okkar framandi dýr". Mæ ass. Það eina sem verið er að kenna börnunum er að það er í lagi að dýrunum líði illa, séu niðurlægð, séu innilokuð og séu ekki alin upp í sínum náttúrulegum heimkynnum. Ef fólki finnst í lagi að ala börnin sín upp við það.....þá tilheyri ég annari plánetu (sem mér finnst nú reglulega að ég geri). Það má fræða börn um dýr á margvíslegan hátt með myndum, bókum, sjónvarpsþáttum (jafnvel með því að spara fyrir ferð á framandi slóðir) og mörgu fleira. Heimsókn í dýragarðinn ætti ekki að vera á þessum lista því dýragarðar eiga ekki að vera til (nema þeir séu í verndarskyni og þar sem nóg pláss er fyrir dýrin...minnir að sé einn slíkur á Jótlandi í Danmörku og auðvitað á fleiri stöðum). Dýr í búrum hins vegar, sérstaklega dýr sem tilheyra sléttum og gresjum er eitt það sorglegasta sem ég veit. Hjartað mitt brestur við tilhugsunina.

Mitt fyrsta verk ef Síberítutígrar verða fluttir í Fjöl og hús-garðinn (ef ég verð ekki farin) verður að flytja úr landi í mótmælaskyni og sækja um nýjan ríkisborgararétt. Ef um allt þrýtur tala ég við Björgólf Thor og bið hann um að kaupa Ísland þannig að við getum afplebbað það...he he.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Korinna
18. jún. 2008

Þetta kostar of mikið hvað sem er, ég hef ekki áhyggjur að þau fara ð bæta við dýrum. Efnahagsmálin eru einnig jákvæð!

mér finnst svo undarlegt að fyrst, þegar björnin var í fréttum núna var sagt að reynt verður að hræða hann í burtu en svo er hann skotinn þegar hann er að flýja út í sjó. Hvert hefði hann átt að fara? Ég skil þetta ekki alveg :-(

Einnig er ekkert nema ótréttlátt að rífill nær lengra en deyfingabyssu.

úff, mig vantar að róast aðeins, best er að fara að baka hafrakexin, takk fyrir uppskriftina.

Hugrún
18. jún. 2008

Svo ótrúlega, innilega sammála!

Ég hef aldrei skilið þetta með dýragarða. Kattadýr ganga fram og til baka trekk í trekk vegna þess að geðheilsan er farin og fílar rugga sér af sömu ástæðum.

Rándýr eiga að hlaupa og veiða, dýrin eiga að fá að vera í sínu náttúrúlega umhverfi.

Að auki getur það verið fín lexía fyrir börnin að læra að spara fyrir ferð, sem og að ferð til dýra er mun meiri gjöf er dæmigerð costa del sol ferð með vatnagarði (úúú!)

Sigrún , ég elska uppskriftirnar þínar, og dýrka að þú sérð það rétta í þessum málum ;)

Kv. Hugrún