Óhollustusamkeppni CafeSigrun: Þátttakandi nr. 2

Haust kex

Haust kex

Innihaldslýsing: Hveiti (hveiti og heilhveiti), sykur, hert jurtafita, maíssterkjusíróp, klíð, salt, lyftiefni (E500, E450, E503, E270), mysuduft, bragðefni.

Glúteinlaust: Nei Mjólkurlaust: Nei Hnetulaust: Já

Næringargildi í 100 gr: Ekki tiltekið, hvorki á pakkningum né á heimasíðu framleiðanda. Þið getið samt alveg gert ráð fyrir hellings fitu og hellings sykri, sem sagt hellings hitaeiningum í heildina.

Umsögn Hafrar eru hollir og heilhveiti líka...Haustkexið sígilda hlýtur því að vera hlaðið hollustu eða hvað? Ekki alveg svo. Margir kaupa Haust kex vegna þess að þeir halda að það sé einhver hollustavara en mun betra væri að baka sitt eigið hafrakex.... Haust kexið er ekki óhollosta kex í heimi en töluvert óhollara en margir halda og inniheldur herta jurtafitu (þegar jurtafita er hert myndast transfitusýrur sem eru okkur meinóhollar).

Óhollustueinkunn: 4,0 (10 er hollast)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Korinna
16. jún. 2008

En heimlhveiti mjólkurkexið frá Frón? Er það betra? Mér tekst ekki að baka svona alvöru hafrakex sjálf :-(

CafeSigrun.com
16. jún. 2008

Hæ Korinna. Innihaldið í grófa mjólkurkexinu er þetta:

Hveiti, grófmalað heilhveiti, sykur, óhert jurtafeiti (pálma, pálmakjarna og repju), vatn, síróp, mysuduft, salt, lyftiefni (E500, E503), sojalesitín, þrúgusykur, þráavarnarefni (E223).

Næringargildi í 100 gr er:

Orka 452 kkal (1920 KJ)

Prótein 8 gr

Fita: 15 gr

Mettaðar fitusýrur 8 gr

Transfitusýrur 0,14 gr

Sykur: 19 gr

Þessar upplýsingar eru samkvæmt heimasíðu þeirra:

http://www.fronkex.is/vorur_mjolkurkex.htm

Ég baka mitt eigið kex http://cafesigrun.com/uppskriftir/?ufl=12#uppskrift_432 en það eru til alls kyns útgáfur af svona oatmeal cookies á Netinu. Vandamálið er yfirleitt magn smjörs í uppskriftunum sem getur verið roooosalegt.

Alma María
16. jún. 2008

Gott hjá þér að koma þessu að með kexin sem ekki eru kremkex því margir halda að ef kexin eru kremlaus séu þau holl. Sérstaklega matarkexið sem troðið er í lítil kríli áður en þau fá tennur - svo gott að naga það...arghh