Athyglissýki
Jæja..enn þá ligg ég í sófanum en hef það samt alveg ágætt. Get lítið kvartað þar sem það er stjanað við mig og ég þarf ekki að lyfta litla fingri. Ekki það að mér finnist skemmtilegt að liggja aðgerðarlaus (ok er ekki alveg aðgerðarlaus..er að vinna í vefnum mínum eins og ég get) en samt leiðinlegt að vera bundin á einn stað. Hnéð er enn þá aumt og maginn er í klessu (verkjalyf fara sérlega illa í mig, alveg sama hvaða búin að prófa þau öll með AB mjólk og öllu sem hægt er að nefna) svo ég hef verið að ákveða síðustu daga hvort ég vil vera a) mikið kvalin í hnénu, b) meðal kvalin í hnénu og meðal kvalin í maganum eða c) minna kvalin í hnénu en meira í maganum. Ég hef valið kost a). Finnst hábölvað að vera illt í maganum en er vön að vera illt í hnénu (aðeins minna en þetta reyndar).
Þegar maður liggur eins og klessa í sófanum fer maður að hugsa um að á svona dögum væri gott að hafa sjónvarp og fjarstýringu en það er líka gott að verða ekki alveg háð því og geta gert eitthvað gagn í staðinn. Við erum nefnilega að endurskipuleggja aðeins vefinn og það tekur allt saman langan tíma og er tímafrekt. Maður er alltaf að reyna að vera skynsamur og nýta tímann vel. Sjónvarp fer því aftur neðst á innkaupalistann yfir hluti sem við þyrftum að eignast. Efst á lista er auðvitað íbúð í London, nýjar tölvur, ný linsa á stóru vélina og eitthvað meira.
Jóhannes er mjög hrifinn af frystinum þessa dagana og dregur hverja CafeSigrun frystivöruna fram á fætur annarri..finnst mjög sniðugt að í frystinum leynist svona margt sniðugt eins og frosnar, heimatilbúnar pizzur, frosin, heimatilbúin crepes (franskar pönnukökur með fyllingu), heimatilbúnir muffinsar, heimatilbúin brauð og margt fleira. Alveg endalaust úrval. Það borgar sig stundum að vera skipulögð í eldhúsinu. Aftur er engin afsökun fyrir því að búa til rusl þó maður sé svolítið gagnslaus í nokkra daga. Maður frystir bara helling af hollum mat.
Elektra hefur óvenju lítið verið í umræðunni á milli okkar Jóhannesar síðustu daga...nema hún var víst með "kvef" í gær sem losnaði svo eftir meðferð. Málið er að undanfarna daga hefur kaffið verið bragðlaust en Jóhannes vissi ekki hvað olli, var svolítið miður sín að sjálfsögðu. Hann kenndi mér samt um það svona í og með (ég hef legið í sófanum undanfarna daga svo þið sjáið hvað hún eitrar huga hans). Anyways, í gær var Jóhannes að flóa mjólk fyrir gest (sem kom færandi hendi með sushibók...talandi um að vera dekruð). Ég fylgdist með öðru auganu þegar Jóhannes var að byrja að flóa og eitthvað furðulegt hljóð var í vélinni. Ég sá Jóhannes stara á vélina í svona 30 sekúndur, með samanbitnar varir og augabrúnir niður á nef. Ég vissi að eitthvað var að og það hlakkaði auðvitað pínulítið í mér...Eru það verkjalyf sem gera mann kreisí því ég hugsaði "pfffft athyglissjúk". Það kom í ljós að hún var með stíflu (nei Jóhannes hún þarf ekki rör í "eyrun")...Það er óvenjulegt að hún stíflist því hún er pússuð og skoluð í hverri einustu viku (eins og áður hefur komið fram)...finnst ykkur þetta ekki skrítin tilviljun annars? Stíflast AKKÚRAT þegar athygli Jóhannesar á að vera á alvöru eiginkonunni? Nei ég varpa þessu bara fram.........
Jæja...best að kalla á þjóninn...nei ég meina hjúkkuna....nei ég meina Jóhannes :)
Ummæli
18. maí. 2008
hmmmm er vissum að einhver vilji taka kaffivélina uppí fyrir notað sjónvarp hohooo
18. maí. 2008
Góóóóóóð hugmynd Hrund......
18. maí. 2008
Ég veit nú ekki betur en það hafi verið einhver sem sagðist sakna kaffisins þegar Jóhannes var ekki heima...
18. maí. 2008
Jóhannes hættu að skrifa fyrir "hönd" Elektru..við sjáum í gegnum þig...
18. maí. 2008
Hvort sem ég skrifa fyrir hönd hennar eða ekki þá veit ég ekki betur en að þetta sé satt!
18. maí. 2008
Shut it eða ég loka fyrir komment frá þér....grrrrrrrrr. Hrund...sérðu hverju þú komst af stað!!!
19. maí. 2008
Samt týpiskt hún að fá akkúrat "kvef" núna,,, Halló mátt þú ekki einu sinni fá ALLA athylinga einu sinni i smá tíma??? Frekja!
En já er hætt að spá í kommentapakkið,,, Takk
go girl
20. maí. 2008
Ég var að spyrja eftir því hvort eitthvað hefði heyrst frá þér og var bent á að þú værir öflugri sem aldrei fyrr á blogginu. Láttu þér batna krúttið mitt!!!!