Á morgun segir sá halti

Jæja þá er komið að því, tæplega þriggja ára bið á enda. Aðgerðin á morgun. Ég trúi varla að það sé komið að þessu loksins..Enda fór ég í ræktina í morgun var ALVEG að kálast í hnénu en hugsaði með mér "æi fokkit hann lagar þetta á morgun" ha ha. Það er töluvert betra en "helvítis, helvítis, helvítis..ái, ái, ái....djöfullinn sjálfur...grrrrrrrr" og vita ekki neitt. Ég fór því glöð úr ræktinni þó ég gæti varla stigið í hnéð.

Ég er hin rólegasta enda er ekkert innbrot til að hafa áhyggjur af, ekkert fingrafaraduft, engin skýrslugerð, engir löggukallar í íbúðinni....ekkert drama. Ég er líka búin að skrúbba klósettið vel og vandlega (svona ef ég þyrfti að gubba..)...og í þetta skipti þarf ég ekki að klofa yfir ballettsmið sem horfir furðu lostinn á þessa náhvítu manneskju sem heldur fyrir munninn og höktir á salernið. Sjitt hvað mér leið illa.

Ég er búin að gera bananamuffinsa og flap jacks (orkustangir) fyrir Jóhannes svo hann veslist ekki upp við að hugsa um mig. Ekki það að hann geti ekki hugsað um sig...ég var bara að klára gamla banana, muesli og fleira í skúffunum. Jóhannesi til mikillar gleði.

Ég er mest hrædd um líf læknanna á morgun...maður má auðvitað ekki borða neitt eftir miðnætti og svona snemma morguns er ég hrikalega úrill. Ég er líka úrill þegar ég er svöng...þetta er ekki góð blanda. Sérstaklega ekki þegar ég er í herbergi þar sem eru fullt af hnífum og öðrum sniðugum vopnum.

Anyways, búin að pakka niður hollu kexi og lífrænum appelsínusafa (ég neitaði að borða kexið eftir aðgerðina í London því það var eitthvað ógeðskex, hjúkkunum fannst ég kooooolklikkuð)...

Læt heyra í mér á næstunni...

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

gestur
15. maí. 2008

hæ vona svo innilega að þetta gangi hjá þer Sigrun min, ég veit hvað er að vera slæm í hnjánum nu er öklinn á mer að verða staur en þetta venst. Gangi þér vel. Mamma

Elísabet í Kína
15. maí. 2008

Gangi þér ógó vel mín kæra. Sendi orkubatnaðarstrauma frá KÍnalandinu

Ingibjörg Guðlaug
15. maí. 2008

Gangi þér ROSA vel skvís!! Hugsa til þín.

Knúss og kossar,

Ingibjörg Guðlaug

Hrundski
16. maí. 2008

Gangi þér vel. Þú ert sloppin úr breska NHS þannig að þetta fer allt vel :)