Flagð undir fögru stáli

Elektra, gyðjan sjálfJæja þá er ég búin að endurheimta eiginmanninn af fjöllum en hann skrapp á Hvannadalshnúk um helgina. Hann er ekki eins og danski fáninn núna heldur eins og nýfætt barn þ.e. svolítið fjólublár, rauður og krumpaður...hann er samt ekki organdi. Hann kom reyndar fyrr heim en hann áætlaði því hann sagðist sakna mín..hmmmm. Ég trúði því alveg þangað til ég sá hann gjóa augunum (fram hjá mér) á Elektru (sjá mynd). Ég hef grun um að hann hafi haft áhyggjur af henni líka..ég er nefnilega í nálgunarbanni og má ekki koma nær henni en 2 fet. Voða paranoja í gangi. Ég óvart kom við hana um daginn (ég setti þvottaklemmu á eitthvað rör á henni...því ég er handóð og klemman var á borðinu) og síðan þá hefur Jóhannes haft áhyggjur af henni því apparantly þá er ég "liggur við psycopath".....

Jóhannes pússar nú Elektru þungur á brún og fylgist með mér í spegilmyndinni af vélinni þar sem ég stend fyrir aftan og röfla eitthvað. Hann fer nær henni ef ég held á hnífi (sem er ansi oft en...auðvitað tilviljun). Ég held reyndar að ég viti ástæðuna fyrir því að Jóhannes kom fyrr heim. Ég nefnilega var að hugsa um að senda honum mynd af vélinni þar sem hún væri með bundið fyrir "augun" og með sveðju upp við sig (við eigum svona afríska sveðju)...hefði ég gert það hefði Jóhannes líklega komið með þyrlu í bæinn, ég var búin að hóta honum þessu en sá svo að mér..fannst það ósmekklegt he he. En ég meina ég læt ekki setja mig í annað sæti..er það nokkuð? Mér var reyndar hótað "breytingum á CafeSigrun" í framhaldi af nálgunarbanninu. Jóhannes hefur nefnilega allt of mikil völd sem forritari vefjarins, það er á hreinu: Svona var samtalið:

 • Jóhannes ég var bara að fikta...henni varð nú ekki meint af þvottaklemmu sko
 • Mmmm hmmmm
 • Það er ekki einu sinni eins og hún sé rispuð
 • Mmmm hmmmm (hér get ég lofað ykkur því að hann var að hugsa um andlegan skaða vélarinnar)
 • Jóhannes það er allt í lagi með hana
 • Ég held að það sé best að þú komir ekki nálægt henni
 • Hvað ætlarðu að gera ef ég kem við hana? (sagt um leið og ég potaði í hana)
 • Hvernig fyndist þér ef ég breytti öllum uppskriftum þínum?
 • Þú myndir aldrei......
 • Ekki það nei?
 • Neiiiiiii varla
 • Hvernig líst þér á að allar uppskriftirnar innihaldi rjóma?
 • Glætan
 • Eða fullt af hvítum sykri?
 • Sénsinn
 • Ég get líka skellt inn auglýsingum frá McDonalds...og uppskrift að djúpsteiktum frönskum?

Hér sá ég sjálfa mig endurspeglast í Elektru og ég var svolítið hvít í framan. Ég nefnilega áttaði mig á því að ef ég voga mér að; móðga, særa, skemma, vanvirða o.s.frv. Elektru...mun ég fá að kenna á því og Jóhannes hefur völdin. Á meðan situr Elektra upp á sínum háa stalli og glottir. Ég skil samt að Jóhannes hafi saknað hennar því það er andskoti gott kaffið úr henni (eins gott að hún lesi þetta ekki...en svo sem Jóhannes mun örugglega lesa fyrir hana í kvöld..áður en hann segir góða nótt).

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Ingibjörg Guðlaug
13. maí. 2008

þið eruð BARA fyndin...hhahahahha!!

Elísabet í Kína
13. maí. 2008

Hahahaha þið eruð svo skemmtilega klikkuð eitthvað,,,

en samt agalegt þetta með martraðirnar,, þu verður að gera EITTHVAÐ við þessu þó það verði ekki lyf,,, halló í alvörunni sigrún þetta gengur ekki. þú verður lögð inn einn daginn með þessu áframhaldi,,,

en allt í fína í kína,,, það er hægt að kaupa á öllum götuhornum hérna svona SLEIKJÓANANAS,,,NAMMI NAMM.,,,KNÚS