Eittþúsundeitthundraþrjátíuogfimmcirka-Mafíuaðgerð

Er um það bil fjöldi daganna sem ég hef beðið eftir bót hné-meina minna. Þetta er orðin löng og flókin saga og örugglega drepleiðinleg fyrir alla (er það fyrir mig a.mk.).

Hér er upptalning fyrir þá sem hafa "áhuga" he he.....en meira fyrir mig til að muna og halda utan um þetta allt saman

 • Mér var illt Í ágúst 2005 eftir göngu á Laugaveginum (á hálendinu). Fimleikar, hestar, mörg beinbrot, göngur með þunga poka o.fl. virðast ekki fara vel með hné he he.
 • Ég fór í aðgerð í London þar sem við vorum búsett, desember 2005.
 • Aðgerðin misheppnaðist og ég hef aldrei orðið góð.
 • Aðgerðin var framkvæmd af Indverja með túrban sem var loðin alls staðar nema á augnlokunum. Ég veit að Indverjar eiga marga af færustu læknum heims en ég er sannfærð um að þessi læknir gleymdi hári inni í hnénu eða eitthvað álíka gáfulegt.
 • Ég sá skurðlækninn aldrei nema Í þessar 5 mínútur áður en ég var svæfð þ.e. hvorki fyrir né eftir aðgerð sem var ekki sérstaklega traustvekjandi.
 • Spítalanum var lokað viku eftir aðgerðina, hann var orðinn gamall og afar, afar lúinn.
 • Ég náði ekki einu sinni að skila hækjunum til baka því dyrnar voru læstar!
 • Spítalinn var notaður sem tökustaður fyrir kvikmyndina Eastern Promises. Myndin er sérlega grá og drungaleg, alveg eins og spítalinn.
 • Eftir 2 vikur vissi ég að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera.
 • Hér byrjuðu grilljón heimsóknir til lækna, sjúkraþjálfara o.fl.
 • Ég beið í 9 mánuði eftir MRI skanni. Það er ekki nema heil meðganga hjá konum.
 • Samtals hitti ég um 14 lækna frá fyrstu skoðun. NHS (almenna heilbrigðiskerfið í Bretlandi virkar þannig eða réttara sagt virkar ekki). Maður fær ekki endilega sama lækninn í endurkomum o.fl. Það er óþolandi.
 • Tvisvar fékk ég lækni sem talaði ekki ensku (enga). Ég er sérlega umburðarlynd gagnvart stirðu máli (hef sjálf verið útlendingur að sinna vinnu erlendis og ég veit hvað það er erfitt) en það er ekki sérstaklega þægilegt þegar læknirinn heldur á risa nál og sprautar í hnéð (og segir svo að maður GÆTI dáið ef maður er óheppin...en hún viti ekki tölfræðina því hún kunni ekki orðin til að útskýra það..hún gaf mér miða sem hún skrifaði á og bað mig að leita mér upplýsinga á Netinu).
 • Ég fór í margar rannsóknir, myndatökur, sprautur, sjúkraþjálfun og skoðanir og ekkert lagaðist.
 • Ég var að lokum "útskrifuð" frá University College Hospital London 2007. Ég haltraði í burtu frá lækninum.
 • Ég hef ekki getað hlaupið, labbað á almennilegt fjall, farið á hestbak eða verið á háum hælum í tæp 3 ár (veit að þetta er ekki það mikilvægasta í heiminum svo sem en pirrar mig mikið).
 • Ég ákvað að gefast ekki upp og þegar við fluttum heim fyrir ári síðan ákvað ég að taka þetta mál föstum tökum (og ein af ástæðum flutninga frá London to be honest).
 • Ég hitti afbragðsgóðan lækni sem vildi prófa allar leiðir áður en farið yrði út í aðgerð. Við prófuðum bókstaflega allt.
 • Hann hristi hausinn hvað eftir annað því ég var ekki með nein hefðbundin einkenni en greinilega heldur ekki í lagi.
 • Siðan við fluttum heim hef ég versnað.
 • Þessi góði læknir fékk annan sérfræðing í lið með sér núna fyrir 2 vikum síðan og saman grúfðu þeir sig yfir hnéð á mér sem er orðið 1cm mjórra en hægra hnéð vegan rýrnunar.
 • Það tók þennan sérfræðing (sem er þekktur hér á landi og víðar) 1 mínútu að finna veikasta blettinn (sem enginn annar hefur fundið) á bak við hnéskelina. Það var s.á.r.t.< /li>
 • Þeir skoðuðu MRI myndirnar út í eitt og sérfræðingurinn í þessum málum sá eitthvað á bak við hnéskelina (einhverja bólgu) sem hann vill skoða nánar.
 • Sérfræðingurinn var innan við 5 mínútur að ákveða að aðra skurðaðgerð þyrfti og ekki eina heldur tvær (svona tveir fyrir einn he he).
 • Farið verður inn um gatið sem búið var til síðast og skoðað hvernig í fjandanum stendur á þessu rugli.
 • Hin aðgerðin felst í því að opna eitthvað fyrir neðan hnéskelina og BORA tvö göt í hnéskelina þangað til að fer að blæða vel….og eitthvað meira…Þið vitið svona eins og þegar mafiósar þurfa að "fá upplýsingar"....Það eina sem ég heyrði var bora, skafa og blóð. Ég lokaði bara eyrunum eftir það…

Aðgerðin verður 15. maí. Ég hef engu að tapa og kannski er þetta byrjunin á góðum bata!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Lisa Hjalt
07. maí. 2008

Það að geta ekki verið á háum hælum myndi ég nú flokka sem brot á mannréttindum!

Góðan bata.

CafeSigrun.com
07. maí. 2008

He he you said it sister....sérstaklega þegar maður er í strumpastærð fyrir ;)

Hrundski
08. maí. 2008

Gangi þér vel. Ég get reddað þér pinnahælum og mellustígvélum á slikk þegar þú treystir þér að fara að spranga um í svoleiðis :D

Elísabet
08. maí. 2008

Takk sæta mín fyrir afmæliskveðjuna,,,

'Uff þetta er sagan endalausa,, krossa fingur að hún fari að enda með þessum 2 aðgerðum,,,

Annars var yndislegur 30 ára dagur í kína í dag,,,yfir 40 stiga hiti og jahh allt eftir því,, ehhehe

knús