Hliðarsjálfið í sjónvarpinu og bökunargjaldmiðill

Samkvæmt sjónvarpsvísi Suðurlands verð ég í Kastljósinu 6. maí klukkan 19.35 eins og Melkorka (dyggur notandi vefjarins) benti mér á í morgun. Það er bara eitt problem....það hefur enginn haft samband við mig. A.m.k. ekki í þetta skipti. Fyrir um ári síðan var ég beðin um viðtal en sagði nei...ég hef lítinn áhuga á því að koma fram í sjónvarpi, mjög lítinn (þó að það sé gaman að manni sé sýndur áhugi...auðvitað). Ég er að velta því fyrir mér hvort að ég sé kannski margfaldur persónuleiki (vá myndi útskýra svo margt) og að í raun sé það Sigrún athyglissjúka sem er að fara í viðtal...Sigrún venjulega sem horfir ekki einu sinni á sjónvarp ætlar hins vegar að vera heima hjá sér 19.35 þann 6. maí og vera ekki með kveikt á sjónvarpinu (sem hún reyndar á ekki) svona ef ske kynni að hún myndi ruglast af því að sjá sjálfa sig í sjónvarpinu og brenna yfir.

Ég fékk restina af afmælisgjöfinni minni frá Jóhannesi í gær. Það var uppskriftabók (Jóhannes þekkir mig vel) og ég varð reglulega glöð eins og alltaf þegar ég fæ pakka. Nema ég var að uppgötva að ég á ansi séðan eiginmann...hann nefnilega tók bókina af mér þegar ég var búin að taka utan af henni og benti á forsíðuna...."já og svo langar mig í svona...."hmm...ég get svo sem ekki kvartað því hann er á fullu að vinna í vefnum mínum þessa dagana (svona á bak við tjöldin) og þegar maðurinn fær greidd í biscottium og möffinsum (en ekki 10.500 kr. á tímann eins og margir forritarar þá get ég ekki sagt neitt...nema bara "auðvita'skan" og vonað að hann biðji ekki um launahækkun..hvernig er það annars getur ekki orðið gengisfall í bökunargjaldmiðli? Hmmm...

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Lisa Hjalt
05. maí. 2008

Best að horfa á Kastljósið á morgun og viðtalið við konuna sem mætir ekki ;)

Mig langar að eiga svona Afríkubók. Var hún kannski bara prentuð í einu eintaki?

Sigrún
05. maí. 2008

Hæ Lísa

Reyndar er bara 'limited edition' á bókinni en við ætlum samt líklega að láta prenta nokkrar í viðbót a.m.k. eina fyrir okkur :)

Elísabet
06. maí. 2008

Hæ sæta,, oh fúlt að missa af þér í TW inu,,, hehe, en hei ef þið ætlið að prenta einhverjar svona bækur þá OMG ég væri sko til í að versla eina af ykkur,,, er ekkert smá flott maður,,. geggjuð gjöf,,

En allt í fína í Kína,, þú myndir tapa þér í búðunum hérna, sko local ekki vestrænu, það er allt ókeypis á íslandi miðað við þær en kínabúðirnar eru bara djók,,,

Knúsettíknús

CafeSigrun.com
06. maí. 2008

Hæ Elísabet

Ohhh er ekki gaman að geta sagt "allt í fína í Kína" ha ha.

Varð nú hugsað til þín og mömmu þinnar þegar ég var að fletta bókinni því á mjög mörgum þeirra voruð þið í næsta nágrenni t.d. knúsuðuð þið sömu krakkana í Nyumbani í Nairobi :) Við ætlum að láta prenta nokkur eintök þannig að við eigum nokkrar "á lager" ef einhver vill kaupa :)

Þú manst að senda mér einhverja holla, heimilisuppskrift frá Kína!!!

Elísabet
07. maí. 2008

heheh jú ekkert smá cool að geta sagt þetta,, nota þetta óspart og það verða allir komnir með nóg þegar ég kem heim..

frábært,, æði,,, taktu tvær frá fyrir mig.

hugsa til þín í með uppskriftir,,, á eftir að komast aðeins betur inn í þetta allt saman,,