Bókaforlagið Jóhannes og Sigrún
Við Jóhannnes höfum farið ótal ferðir til Afríku og gætum alveg hugsað okkur að fara milljón ferðir í viðbót. Það er ekkert sem jafnast á við þessa heimsálfu, fólkið, landslagið, dýrin, veðrið, matinn. Allt er svo framandi. Við erum þakklát fyrir að hafa heilsu og getu til að fara á framandi slóðir. Það er ekki svo sjálfsagt. Við erum líka þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að fara svona oft. Við erum meðvituð um að við (sérstaklega ég) hefðum ekki farið (fyrr en eftir dúk og disk) nema af því Borgar bróðir og Elín konan hans beinlínis drógu okkur (aðallega mig) með. Málið er..ég hélt að allt væri voðalegt í Afríku, var búin að ímynda mér skordýr út um allt, sveltandi fólk, vondan mat, ljót hótel og ég veit ekki hvað. Veit ekki hvaðan ég hafði þessar ranghugmyndir en líklegast heita þetta fordómar því þau skötuhjúin voru nógu dugleg að segja okkur hvað Afríka væri frábær...stundum þarf maður bara að hlusta með opin eyrun.
Allavega.....til að gera langa sögu stutta. Okkur langaði að þakka Borgari og Elínu fyrir að hafa hent okkur út í Afríku. Vorum búin að hugsa okkur vel og lengi um hvað við gætum gefið þeim. Góð vínflaska kom ekki til greina (hefði runnið allt of hratt niður), venjuleg myndabók um Afríku hefði verið glötuð (þau eiga fullt af þeim), minjagripir komu ekki til greina, utanlandsferð hefði verið hallærisleg.....Við hugsuðum og hugsuðum. Loksins datt Jóhannes niður á góða hugmynd. Við eigum mörg þúsund ljósmyndir frá Afríku úr ferðum með þeim og á þeirra vegum, hvernig væri að búa til bók úr myndunum? Ég segi enn og aftur: Það er eins gott að við eigum ekki sjónvarp því svona bók er unnin á sjónvarpstíma eingöngu. Jóhannes hófst handa við að velja saman myndir sem ég (99%) tók og eftir nokkrar vikur fæddist bók. Sýnishorn úr bókinni eru hérna fyrir neðan. Hún er 80 blaðsíður í allt og skiptist í myndir frá Kenya, Tanzaníu, Rwanda og Uganda, Svipmyndir (blandaðar myndir) og aftast í bókinni er ein opna einungis með fjölskyldumyndum (af þeim). Þau voru afskaplega glöð með gjöfina sem var reglulega gaman. Við ætlum svo að búa til svona bók fyrir okkur.
Á þessu ári erum við búin að flytja inn skemmtikraft og pródúsa hana hérna heima, búin að gefa út bók...hvað eigum við að gera næst? Hmmmm, spurning með spjallþátt he he.

Ummæli
03. maí. 2008
algerlega frábært. Elín og Borgar eiga svo sannarlega ansi margt skilid fyrir ad hafa kynnt svo mörgum töfra Afríku. Flott gjöf! Hvert erum vid svo ad fara næst?
03. maí. 2008
Hæ Hjalli
Tjahhhh...so many places so little time :)
Það sem hefði mátt fylgja sögunni var að við vissum um fólk sem hefði útbúið og gefið bækur um ferðir sínar við mikinn fögnuð ;)
Það er auðvitað absolutely stupid að nota ekki betur myndirnar sem maður tekur í þessum ferðum!
04. maí. 2008
Þetta er frábær gjöf. Við hjónin höfum gert þetta tvisvar, nú síðast útbjuggum við svona bók með myndum úr lífi móður minnar sem átti stórafmæli á dögunum. Já þetta tekur ótrúlega langan tíma að vinna en er heldur betur endurgoldið í gleði þegar gjöfin var afhent. Mamma var svo ótrúlega þakklát og glöð með bókina. Við ætlum að halda þessu áfram og safna ferðasögum saman í svona frábærar bækur. Nauðsynlegt eftir að digital öldin skall á.
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt Sigrún. Kær kveðja, Alma
04. maí. 2008
Já það er alveg rétt Alma, þetta er frábær gjöf...ég yrði a.m.k. svakalega ánægð með að fá svona bók í afmælisgjöf :) Það væri ótrúlega gaman ef maður gæti safnað saman á einn stað öllum svona bókum og skoðað, maður getur víst ekki keypt þær í bókabúð he he.
05. maí. 2008
Vá hvað þetta er ótrúlega flott bók og falleg hugmynd!!! :) Alveg geggjað!! Kærar kveðjur frá Nýja Sjálandinu!
05. maí. 2008
vá Sigrún!! Held að þú ættir bara að gerast atvinnuljósmyndari...vantar þeim hjá National Geography ljósmyndara í Afríku??? Myndirnar þínar eru æðislegar enda ertu mikil smekksmanneskja hvort sem það er á myndir eða mat!!
07. maí. 2008
Ingibjörg hér fyrir ofan sagði það sem ég ætlaði að segja :) Þú ert nú ótrúlegur ljósmyndari! ... Svakalega flott bók hjá ykkur!!!