Ávaxtakókaín

Ávaxtasykur

Þið gáfaða fólk. Segið mér eitt. Hvernig stendur á því að ávaxtasykur (500 grömm) hefur hækkað úr 790 krónum upp í 1059 krónur á hálfu ári? Ég er reyndar með nokkrar hugmyndir:

  • Sykurinn breyttist í kókaín á þessum tíma og hefur því hækkað í verði.
  • Verðið miðast við báða pakkana á myndinni. Verðið á einum pakka er SAMT um 700 krónum hærra en sama magn í dýrustu heilsubúð London.
  • Myndin á pakkanum er eftir mjög þekktan listamann og í raun er maður að kaupa listaverk.
  • Einhver frægur einstaklingur (kannski Madonna) átti sykurinn áður og hann er endurunninn og seldur til styrktar góðu málefni.
  • Þetta er falin myndavél og einhver hlær sig máttlausan þegar maður tekur upp pakkann.

Veit að þetta eru fáránlegar útskýringar en líklega álíka gáfulegar og maður fengi ef maður spurði ráðamenn þessarrar þjóðar. Já eitt líka alveg til að toppa fáránleikann...í þessarri verðbólgutíð sem herjar á okkur nú hefur mjög margt hækkað eins og fram kemur í Fréttablaðinu í morgun. Ávextir og grænmeti hefur hækkað MEST (16%) auðvitað..meikar það ekki fullkomlega sens miðað við allt? Það er nefnilega svo að sælgæti hefur ekki hækkað og áfengi og tóbak ekki svo mikið heldur. Ruslið er ódýrara en hollustan sem er sama þróun og í USA (og víðar) og við vitum öll hvaða vandamál fylgja því. Ég er vel pirruð og er hætt að kaupa kókaín...ég meina ávaxtasykur. Ég hef reyndar notað rapadura núna í svolítinn tíma og hann er mjög fínn (hráasta form af sykri sem til er), hann er líka meira en helmingi ódýrari! Ég held að ég verði að fara að flytja til London svo ég hætti að nöldra svona...gengur ekki.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

gestur
01. maí. 2008

Hæ . Farðu baara í Fjarðarkaup það hefur ekkert hækkað þar í 2 vikur t.d. mjólkin þar koastar 89 kr en í Bónus 117 kr( sko gul mjólk) og svo hefur ekki neitt hækkað siðan allavega fyrir 2 vikum þvi ég ber saman strimlana, veit ekki um ávaxtasykur , en ég bara veit að kokain kostar gott betur en ávaxtasukur , er mer sagt.Kv. manmma

Hrundski
01. maí. 2008

Það er allt að hækka í London líka...... kínveska vinkona mín á núðlustaðnum okkar búin að kvarta mikið yfir hækkuninni á hrísgrjónum. hmmmmmmm við verðum á endanum öll með hamborgararass gaman gaman :D