Afmæli og aðgerðarleysi

Jæja þá er maður orðinn eldri og vitrari. Takk fyrir allar kveðjur, pakka og heimsóknir. Þið hin sem eruð sein hafið enn þá rúmlega 3 tíma... :)

Ég er eiginlega kaffi-grasekkja alla helgina (og síðan á fimmtudag) því Jóhannes er að dæma á Íslandsmeistaramóti kaffibarþjóna...nú horfir hann ofan í espresso bollana sína áhyggjufullum svip og dæmir sjálfan sig ansi hart (for kræíng át lád...þetta er bara kaffi...hvort sem það eru tvær hvítar doppur í bollanum eða ekki (apparantlí þá eyðileggur það hreinlega bragðið og allt saman..allt ónýtt). Ég þarf engar áhyggjur að hafa því ég drekk bara kornkaffi (sem er eiginlega ekki kaffi) og Jóhannes getur ekki einu sinni fussað yfir mér...(því þetta er eiginlega ekki kaffi). Mér er alveg sama því mér finnst kornkaffið gott og það fer vel í mig. Mér er líka alveg sama þó kaffibarþjónar (sem ekki þekkja mig) geri pöntunina mína 100 sinnum vitlaust "sko því þetta er flóknasta pöntun sem við fáum..mjög erfitt að ná henni skiluru"....Ég er ánægð með mitt bragðlausa, koffeinlausa, mjólkurlausa kaffi..finnst það æði. Ég veit að Jóhannes skammast sín og kaffibarþjónar sem hann þekkir hafa reynt að fá hann til að breyta pöntuninni minni því hún er "GLÖTUÐ" að þeirra mati..er nánast fyrir neðan þeirra virðingu að búa hana til o.s.frv.....hmmm

Adventure Travel MagazineÉg fékk annars fína afmælisgjöf í morgun (fyrir utan Dr. Hauschka krem og flott dót (og auðvitað koss) frá Jóhannesi) því greinin sem ég var beðin um að skrifa um síðustu ferð fyrir Adventure Travel Magazine blaðið var birt í dag...veii... Þetta er svo sem ekkert vísindatímarit en mér er sama...finnst ógó gaman að fá greinina birta og með myndinni minni líka í hausnum.

Svo verð ég "aðgerðarlaus" í næstu viku.... ég var nefnilega farin að undirbúa mig (andlega) undir aðgerð á hnénu sem átti að framkvæma næsta þriðjudag...hún frestast víst til 13. maí. Vona að það frestist ekki meira. Nánar um það síðar........

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Silja
02. maí. 2008

Það var gaman að lesa greinina þína um afríkuferðina, hún var mjög góð. Þetta var greinilega ógleymanleg ferð ! Ég hafði tækifæri að fara á fyrirlestur hjá Paul Rusesabagina hér í USA. Það var virkilega áhugavert að heyra hann tala um sína lífsreynslu.