Sjampóvísitalan

Sjampó verðlagMér finnst eitthvað svakalega rangt við það þegar sjampó (ekki einu sinni gott sjampó), hækkar úr 497 (allt of dýrt fyrir) í 528 krónur síðan í nóvember (4 mánuðir). Ég var í London síðustu helgi og sama sjampó hefur ekki hækkað um penní síðan í nóvember. Það er enn þá á 2.98 pund (sama tegund, sama magn) og er meira að segja á 2 fyrir 1 tilboði (sé það gerast hér eða þannig). Það gera innan við 400 krónur þrátt fyrir veikleika krónunnar í augnablikinu. Þetta sama sjampó er til sölu í Nakumatt (svona Hagkaup) í Nairobi og Mombasa á innan við 400 krónur (um 360 kenya shillingar). WHAT is going on? Að borga næstum 600 krónur fyrir lélegt sjampó er nóg til að fá hárið til að detta af í mótmælaskyni.

Svo var ég að sjá að lífrænt framleiddur appelsínusafi (fæst í kælinum í heilsuhorninu) hækkaði frá nóvember úr 102 krónur í 147 krónur (kostar 49p í London, sama magn, sama merki). Þetta er algjörlega óþolandi og er aðeins toppurinn á ísjakanum.

Ég veit að þetta er lítilvægt við hliðina á heimsins vandamálum en þetta er pirrandi. Það virðist enginn vera að stýra þessu sökkvandi skipi.... MS Íslandi? Ekkert skrítið þó að kjálkinn sé fastur (enn þá) ég get ekki annað gert en að gnísta tönnum og bölva grrrrrr. 

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It