Pam Ann í Tjarnarbíói!!!!

Hin flotta flugfreyja, Pam AnnJæja...alltaf er maður að bralla eitthvað. Ég hef nokkrum sinnum sagt frá því (þegar við bjuggum í London) að við fórum á Pam Ann uppistand og höfðum ótrúlega gaman af. Pam Ann er hugarfóstur ástralska grínistans Caroline Reid og hefur ferðast um allan heim fyrir fullu húsi með sýningar sínar. Hún skemmtir reglulega í einkaþotu Elton John og Madonna er mikill aðdáandi. Okkur fannst hún alveg meiriháttar og meira að segja svo frábær að við hugsuðum með okkur þegar við löbbuðum heim af sýningunni í London síðast...."hvernig væri að fá hana til Íslands????" Svo fluttum við heim og í skammdeginu verður maður að finna eittthvað skemmtilegt að gera. Við höfðum samband við umboðsmann hennar og eftir margra mánaða samskipti er hún loksins á leiðinni! Það verða tvær sýningar í Tjarnarbíói, annars vegar 31. janúar og svo 1. febrúar klukkan 20. Ég hvet ykkur til að missa ekki af Pam Ann (hún er svo upplögð í skammdeginu). Hún er frökk, frek, fyndin, litrík og skemmtileg (og gerir grín að flugbransanum).

Miða á Pam Ann er hægt að kaupa á miði.is og þeir eru á hagstæðu verði (enda erum við ekki að reyna að græða heldur að hafa gaman af þessu öllu saman). Flugfélag Íslands er styrktaraðili. Þetta verður ógó, ógó gaman.

Endilega áframsendið á sem flesta!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Ljósbrá
01. feb. 2008

Hæ hæ ég var að reyna að kaupa miða á miði.is. Það er uppselt á föstudaginn og það er eins og það sé ekki verið að bjóða upp á miðakaup á laug. sýninguna?... Vitið þið eitthvað meira um þetta!

Kv

Ljósbrá

CafeSigrun.com
01. feb. 2008

Hæ.

Allt uppselt. Það voru sýningar fimmtudag og á morgun..brjáluð stemmning! Við verðum að fá hana aftur til íslands held það sé ekki spurning sko.