Sushi frensí og róleg jól

Búddha í KamakuraGleðileg jólin öll sömul...kannski ekki seinna að vænna að óska ykkur þess! Ég vona að jólin hafi verið holl og róleg hjá ykkur. Þau voru það svo sannarlega hjá okkur, afar ljúf og fín með góðum mat og góðri hreyfingu (fórum í ræktina bæði á aðfangadag og í dag).

Þorláksmessukvöldið var nú ekki alveg svona rólegt því það mættu milli 50-60 manns sem var reglulega gaman þó oft væri þröngt á þingi. Ég bauð upp á þetta venjulega (venjulega miðað við CafeSigrun)....til dæmis Sushi, bláberjaostaköku, súkkulaðiköku án súkkulaðis, fullt af hollum smákökum, enska jólaköku, hollt konfekt, óáfengt og hollt jólaglögg, heitt súkkulaði (súkkulaði frá rapunzel), rauðvín og svo var Jóhannes ansi upptekinn við kaffivélina..ég sá hann eiginlega ekki allt kvöldið. Á Þorláksmessu virðist vakna upp einhver sushi draugur því ég útbjó milli 400 og 500 mismunandi bita og það var einn biti eftir klukkan hálf tólf að kvöldi. Það var eins og ryksuga færi yfir borðið. Meira að segja afskurðurinn kláraðist. Þannig á það líka að vera.

Á þessum tíma í fyrra vorum við á leið heim til London því við vorum að fara til Tokyo 27.des ...vorum alveg svakalega spennt. Það var líka meiriháttar að eyða áramótunum í Tokyo. Það er mjög skrítið að vera ekki að fara "heim" til London eins og við höfum gert síðustu 6 árin....Það er eiginlega of skrítið og ég sakna þess að ganga upp tröppurnar á Oxford Street lestarstöðinni, upp á Regent Street og sjá ekki stóru, fallegu, tignarlegu húsin taka á móti okkur eins og alltaf. Ég dró alltaf andann djúpt og brosti um leið og ég kom upp úr lestinni...Frá Regent Street var svo 5 mínútna labb heim og þar beið okkar hrúga af pósti, köld íbúð sem þurfti að kynda í gegn (samt kósí) og þægilegur hávaði London.

Það næsta fram undan er svo górilluferð í febrúar...planið er að fara til Uganda og svo Rwanda.....getum....ekki...beðið.....Svo fer Jóhannes beint upp á Kilimanjaro með hóp og ég verð með Elínu mágkonu minni að þvælast á meðan..við verum ekki búnar að ákveða hvað við ætlum að gera en það verður skemmtilegt og spennandi. Górilluferðin er ekki auglýst (takmarkaður fjöldi..miðaður við 14 manns) en fyrir áhugasama má senda póst á borgar@afrika.is og fá nánari upplýsingar. Það eru 4 sæti laus!

Myndin hér að ofan er af Amita Buddha í Daibutsa Kamakura (rétt fyrir utan Tokyo) en hún var smíðuð 1252. Hún er 13,35 metrar á hæð úr bronsi og vegur 121 tonn. Afar tignaleg. Í sólinni virðist sem hún breyti um svip eftir því hvernig skugginn fellur á hana

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Ingibjörg Guðlaug
28. des. 2007

Takk æðislega fyrir okkur Sigrún!! Alltaf jafn æðislega gott sushiið hjá þér...algjört nammi og sama með kökurnar...mmm...ekki slæmt að vera boðið í svona boð!!

Sjáumst á nýju ári og hafið það gott!

Ingibjörg Guðlaug
28. des. 2007

Takk æðislega fyrir okkur! Alltaf jafn æðislega gott sushi hjá þér...nammi namm og ég tala nú ekki um kökurnar hjá þér!

Hafið það gott og sjáumst á nýju ári!