Jólaprik og veðurofsi

Ég man nú þá tíð þegar rigningin var snjór og allt var raunverulega ófært...ekki einhver smá gjóla með rigningu. Við vorum send í skólann alveg sama hvað, hvort sem þurfti að nota risa jeppa, snjósleða og kraftgalla, strætó á keðjum eða hvað. Við vorum líka þau einu sem mættum í skólann...krakkarnir sem voru vön að göslast í hesthúsinu í fimbilkulda og brjáluðu veðri. Létum nú ekki eitthvað hret og rok stoppa okkur. Nú er fundum aflýst (þrátt fyrir að flestir séu á fjórhóladrifnum jeppum), börn eru send úr skólanum, fólk varað við að vera á ferðinni og ég veit ekki hvað. Ég er hissa á því að rauði krossinn dreifi ekki teppum og kakói í fyrirtæki...svona ef við kæmumst ekki heim til okkar. Meira bullið.

Annars erum við búin að koma upp jólatrénu í ár. Af því að við höfum verið að flakka á milli landa síðustu 6 árin höfum við aldrei verið með fastar "rætur" á Íslandi yfir jólin. Við höfum því aldrei skreytt mikið og höfum aldrei keypt jólatré. Eina jólatréð sem við höfum átt var 20 cm á hæð en við erum búin að henda því...var orðið illa farið. Tvenn jól fékk ég jólatréð úr vinnunni lánað (úr krossviði en málað grænt og rautt) en var líka um 20 cm. Við fengum líka jólaskraut lánað..enda enginn að njóta þess svona um hájólin. Þetta var fínt því þá þurftum við ekki að geyma jólaskraut í stórum kassa. Í ár nennti ég ekki að kaupa jólatré og mér verður illt af of miklu jóladóti (finnst ljós eiginlega fallegasta skrautið) og þoli ekki rautt og grænt, glitrandi drasl út um allt. Við ákváðum því að nota prikið okkar sem við drösluðum frá Zanzibar, gegnum Nairobi, til London og svo til Íslands. Þetta prik er eins og ég hef nefnt áður 100 gömul útskorin spýta sem er eins konar millifesting fyrir tvær hurðar sem opnast báðar upp á gátt. Þessi spýta er höfð í miðjunni. Hurðar á Zanzibar eru friðaðar (enda afar mikið lagt í þær) en þessar spýtur falla oft til og við keyptum eina. Við keyptum okkur svo jólaseríu og skreyttum prikið sem stendur í stofunni í stað jólatrés. Það er ákaflega fallegt að okkar mati og ekki líklegt að við pökkum seríunni niður :) Ég vildi að ég hefði það í mér að skreyta allt í kaf, hlusta á jólalög, paka piparkökur með svuntuna um mig miðja...þetta er bara ekki ég og mér finnst allt hæfilegt í smáskömmtum.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Hrundski
15. des. 2007

Ég væri nú til í að fá inn mynd af þessu priki....... ímyndunaraflið eitthvað að stríða mér ;)

gestur
17. des. 2007

Það er af sem áður var í sambandi við útiveru, ég man lika þegar ég labbaði í skóla 5 km. í hvaða veðri sem var og ekki bilar til að hlauppa í bara 2 jafnfljótir.Kv mamma