Sýrður rjómi án gelatíns og rotvarnarefna....

...er kominn í búðir. Húrra!!! Loksins, sýrður rjómi án gelatíns. Mun örugglega nota hann mikið í matargerð. Ég er svo ánægð með þessa viðbót hjá Mjólku. Það er svo miklu sniðugra að kaupa sýrðan rjóma án gelatíns (og auðvitað allt án gelatíns) því í gelatíni er hreinn viðbjóður eins og húð, sinar, horn, bein, mæna, klaufir o.fl. miður geðfellt sem til fellur við slátrun dýra (aðallega kúa, kinda, hrossa o.fl. en stundum er notaður fiskur). Úr þessu er búinn til grautur sem verður límkenndur. Grauturinn er þurrkaður og gelatínið verður til, í duftformi og það er  notað í fáránlega margt. Gelatín hefur númerið E-441.

Hér er listi yfir fleiri nöfn á dýraafurðum ef þið viljið forðast þau. Það er yfirleitt hægt að nota eitthvað úr jurtaríkinu í staðinn fyrir gelatín (eins og Agar-Agar) og persónulega forðast ég allt sem er unnið úr dýraafgöngum. Finnst það afar ógeðfellt.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Rakel
06. nóv. 2007

Sæl Sigrún,

Ég er mikill aðdáandi síðunnar þinnar,nota uppskriftirnar þínar mikið og kíki öðru hvoru á bloggið:) Gott að heyra af þessum sýrða rjóma. Er hann sérmerktur eða eru þeir hættir að framleiða sýrðan rjóma með gelatíni? Var síðast í gær að skoða sýrðan rjóma frá Mjólku í Bónus og hann innihélt gelatín.

Kveðja,

Rakel

CafeSigrun.com
06. nóv. 2007

Sæl Rakel og takk fyrir innslagið :)

Mjólkumenn fullyrða að allur sýður rjómi frá þeim sé án gelatíns og ef það er ekki merkt þá er það vegna þess að umbúðirnar eru gamlar :)

Ég er sjálf búin að kaupa í nýju umbúðunum...alveg dásamlegt. Án bragðefna, rotvarnarefna og gelatíns, gæti ekki verið betra!

Þú ættir sem sagt að geta treyst því að sýrður rjómi frá Mjólku (merkt eða ómerkt í gömlum umbúðum) sé án gelatíns.

Rakel
07. nóv. 2007

Ok, flott er:)