Franski tvífarinn

Það var það sem mig grunaði......sko ég hef haldið því fram alla mína tíð að ég væri ekki alíslensk. Einhvers staðar aftur í ættir eru útlensk gen eða þá að ég er ættleidd. Er bara of lík pabba til að ég geti verið ættleidd. Ég hef bara ekki þetta íslenska útlit. Ef ég hyl allt nema augun gæti ég verið arabísk (hefur mér verið sagt). Margir hafa haldið að ég væri pólsk (og þá var meira kúl að vera pólskur en það er í dag), einn hélt ég væri tékknesk en það kom upp úr kafinu í dag að ég á franskan tvífara. Kannski er þar kominn týndi hlekkurinn... Ég fékk eftirfarandi bréf (á ensku reyndar) í tölvupóstinum mínum í morgun.

Kæra ókunnuga kona kölluð Sigrún... Ég sá andlit þitt fyrir tilviljun þegar ég var að vafra á Netinu og það er magnað, algjörlega ótrúlegt (orðin sem var hann notaði voru amazing, properly unbelievable), hversu mikið þú minnir mig á stúlku sem ég elskaði einu sinni. Mig langaði bara að segja þér frá þessu og þakka þér fyrir ljúfu minninguna sem þú kallaðir fram í hjarta mínu.

Farðu vel með þig

Bestu kveðjur frá frönskum manni sem heitir Jean-Marc

Hversu skemmtilegt er að fá svona bréf eiginlega og það á sunnudagsmorgni þegar maður er úldinn? Ég veit ekki hvernig í andskotanum hann slysaðist inn á heimasíðu vinnunar minnar (hann sendi póstinn á það netfang) en einhvern veginn endaði hann þar og sá mynd af mér. Iss hann segir ekkert að konan hans hafi verið fallegasta kona sem hann hefur þekkt eða neitt í þeim dúr...og segir ekki einu sinni að hún hafi verið sæt. Hann segir heldur ekkert hvort að hann hafi elskað hana fyrir innri fegurð eða eitthvað í þá áttina....(vitum öll hvað það þýðir)....ojæja, skiptir svo sem ekki máli. Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að stríða honum og segja að ég væri stúlkan sem hann hefði elskað en ég væri í frönsku leyniþjónustunni og að ég hefði þurft að skipta um identity. Ha ha, það hefði verið fyndið. Ákvað samt að gera það ekki.

Þessi helgi hefur annars verið kreisí. Erum bæði búin að vera sitjandi fyrir framan tölvurnar alla helgina og vinna út í eitt. Er komin með fjörfisk í vinstra augað sem er eiginlega nonstop, búið að vera í 4 vikur. Doktor.is segir að það sé stress..... Svo fengum við ástralska gesti í morgunkaffi í morgun (vinur Jóhannesar úr Disney, London) og konuna hans. Það var mjög gaman og ég bakaði helling og gerði fínan og hollan morgunmat. Þau fóru allavega södd og sæl út. Við eigum heimboð í Melbourne (og Sidney) sem er gegggjað og við ætlum að nýta okkur það einhvern tímann.

Jæja....best að halda áfram að vinna.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Barbietec
29. okt. 2007

hahaha ég fékk líka svona e-mail!

CafeSigrun.com
30. okt. 2007

Hmm það er sérlega furðulegt þar sem ég er búin að vera að spjalla við manninn í dag í gegnum email. Það væri þá sérdeilis undarleg tilviljun og varla hefur það verið sami maðurinn.