Kenya og Tanzaníumyndirnar komnar á flickr

Myndina hérna fyrir ofan tók ég á Foradhani Gardens matarmarkaðnum í Stone Town, Zanzibar (gamli bærinn á Zanzibar eyjunni). Á kvöldin safnast sjómennirnir með aflann sinn og elda fyrir gesti og gangandi. Þarna má fá allt mögulegt eins og Zanzibar pizzu (sem er eiginlega ekki pizza), grillaðar rækjur í brauði, humar, skelfisk, kolkrabba og margt, margt fleira. Maturinn er borðaður við gaslampa og eina birtan er eldurinn af grillunum og gaslamparnir. Og ilmurinn af kryddunum er sterkur. Jóhannes prófaði grillaðar rækjur í kryddsósu og ég fékk mér kryddað te sem var æðislegt. Svo sátum við þarna og horfðum á menningu og mannlíf sem er allt annað en líflaust. Stemmningin er frábær og ógleymanlegt að sitja þarna kvöldstund eða svo.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða myndirnar og vita ekki slóðina þá getið þið sent mér póst og ég sendi slóðina.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It