Flottar ljósmyndir

Fyrir áhugafólk um ljósmyndun vil ég benda á vefsíðuna hans Adrian Thomas Ég var að vinna með þessum strák í mörg, mörg ár í London og hann var að taka ljósmyndir hvenær sem færi gafst. Eftir hverja lotu kom hann með myndirnar og sýndi mér og við fórum yfir þær (því hann vissi að ég hefði lært eitthvað smávegis í ljósmyndun og var með myndlistarbakgrunn). Ég held að honum hafi þótt vænt um flóðbylgjuna af hrósinu sem kom yfir hann því í hvert skipti sagði ég við hann. "Hvað í andskotanum ertu að gera hér...segðu upp og farðu að vinna við þetta drengur, myndirnar eru stórkostlegar". Meira að segja sparkaði ég honum í eitt skiptið til ritstjóra eins stærsta dagblaðsins í London og sagði við hann að hann færi ekki myndirnar þá myndi ég gera það. Ritstjórinn varð svo hrifinn að hann keypti myndir af honum og meira að segja myndaröð í einu blaðanna. Hann var alltaf jafn hissa á að einhverjum þætti þær flottar. Hann dró það í nokkur ár að segja upp en lét svo loksins verða af því núna nýlega. Ég er svooo ánægð fyrir hans hönd. Hann er ekki lærður ljósmyndari en það skiptir ekki baun máli, þær eru algjört listaverk, hver einasta mynd. Hann hefur þetta í blóðinu. Ég nöldraði líka í honum í nokkur ár að setja upp heimasíðu og hann lét loksins verða af því. Hann á eftir að ná langt þessi strákur, ekki spurning.

Adrian if you read this....it was about time you put your brilliant photos online. You are a world class photographer and you know it. The best of luck.....

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It