Farin til Afríku - Safari njema

Reyni að blogga ef ég mögulega get á meðan við erum úti ("safari njema" þýðir "góða ferð" á Swahili)

P.s. ef einhverjir óprúttnir lesa þetta blogg (og þá er ég ekki að meina reglulegir notendur CafeSigrun sem ég veit að er allt strang heiðarlegt fólk) þá þýðir ekkert að reyna að brjótast inn hjá okkur. Við erum með öryggiskerfi, nágrannavöktun og fyrir utan það þá er engu hægt að stela því það er nákvæmlega ekkert verðmætt í íbúðinni :) Nema kraftakögglarnir hans Jóhannesar (heimatilbúnir próteinbitar) en þá myndi Jóhannes svo sannarlega gráta og vei þeim sem reynir að stela þeim :)

Munið að borða hollt og hugsa vel um ykkur!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It