Kenya á fimmtudaginn

Ljón sofandi í grasinu

Manni líður alltaf svo furðulega fyrir Afríkuferðir...maður er stressaður, pínu kvíðinn (maður er að bera ábyrgð á mörgu fólki auðvitað) en svo hlakkar maður jafnframt alveg rosalega til því það er frábært að vera í Kenya.  Svo ætlum við Jóhannes að fara í viku til Zanzibar og ég ætla að skoða kryddmarkaðina og reyna að fá einhverjar góðar uppskriftir hjá innfæddum. Það er eitt það skemmtilegasta við þessar ferðir...að kynnast matarmenningunni.

Myndina hérna að ofan á tók ég í febrúar í Masai Mara þjóðgarðinum af ljóni sem var sofandi í grasinu. Það var ekki svona ótrúlega nálægt mér þó nálægt okkur væri heldur var ég með góða aðdráttarlinsu.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It