Uppskeruhátíð

Bláberjamöffins

Það hefur verið svona mini uppskeruhátið í gangi hérna. Ég bakaði muffinsa með bláberjum sem við tíndum um síðustu helgi (tók mynd af þeim bara rétt áðan) svo gerði ég bláberjasultu (holla) og bláberjalummur og ég veit ekki hvað. Það er frábært að eiga frosin bláber í frystinum og að geta hent þeim í t.d. smúþí (drykk), möffinsa og ég veit ekki hvað.... er ótrúleg búbót því innflutt bláber eru yfirleitt rándýr, ekki lífrænt ræktuð og þar að auki ekkert sérstaklega góð á bragðið.

Gleymdi annars að segja ykkur að CafeSigrun er í græna blaði Gestgjafans (nýjasta tölublaðið)! Var ekkert smá montin að vera valin með þessu góða fólki sem þarna er á blaðsíðunum. Mikill heiður finnst mér því Gestgjafinn er jú uppáhalds íslenska blaðið mitt!

Ég er annars búin að vera að mala allt sem ég kemst nálægt í dag í nýju græjunni minni....hvar hefur hún verið allt mitt líf?

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Alma María
04. sep. 2007

Sæl Sigrún og takk aftur fyrir allar þessar uppskriftir. Gerði einmitt þessar múffur (á myndinni) um síðustu helgi eftir berjatínslu. Vöktu mikla lukku.

Næsta mál hjá mér er að fá mér svona matvinnsluvél :)

CafeSigrun.com
04. sep. 2007

Ha ha...já ég mæli þokkalega með matvinnsluvélinni. Hún er eins og draumur manns. Ég er orðin uppiskroppa með dót til að mala....enda með því að ég fer að mala húsgögnin bara svona af því það er svo gaman að nota græjuna.... he he. Þetta er allt annað líf.