Indverskt símagabb?

Síminn hringdi áðan og ég tók upp símann...Halló sagði ég..".........chicken" (var það eina sem ég skildi). "HALLÓ" sagði ég aftur...og var þá sagt með þykkum, indverskum hreim "Yes I want to order Tandoori chicken.......". WHAT? ég leit sem snöggvast á símanúmerið því mig grunaði Smára bróður minn sem er vís til að gera at í mann en nei....símanúmerið var frá LONDON og Smári bróðir er EKKI með svona góðan indverskan hreim (svipað og Abu í Simpsons) svo það var af og frá. Við þekkjum marga í London en enginn sem ég þekki þar myndi gera at í mér. Ég er eins og stórt spurningamerki í framan og ég SKIL ekki hvernig þetta átti sér stað, í London var ég með breska símanúmerið mitt og ég var aldrei með kveikt á íslenska símanum þar svo það eru afar, afar fáir í London sem vita um íslenska númerið mitt.

1) var þetta gabb tengt hryðjuverkum?...eitthvað 'code' sem fór á vitlausan stað?

2) var einhver af skrifstofunni úti að 'snappa'?

3) leiddist einhverjum Indverja í London og ákvað að gera símagabb?

4) tengist þetta hlýnun jarðar (öll ósköp tengjast loftslagsbreytingum og hlýnun á yfirborði jarðar)?

Það eru margar spurningar í kollinum á mér....en það er alveg ljóst að ég get ekki afgreitt Tandoori chicken. Kunni ekki við að halda langa ræðu um hversu aftarlega við erum á merinni á Íslandi varðandi "free range" og svoleiðis mál og það væri þess vegna sem ég gæti ekki boðið upp á tandoori kjúkling handa svanga Indverjanum (því ég get nú alveg eldað svoleiðis sko).....Hann hljómaði samt ekki eins og maður sem er að panta kjúkling...hann meira svona gargaði í símann....sem styður kenningu 2) og 3) en gæti líka tengst 1). Ætti kannski að bæta 5) við....Indverjinn á horninu í Indverjabúðinni sem saknar okkar (og segir alltaf 'hello my darling') og ákvað að þefa mig uppi. Ég sakna hans líka.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It