Týndi, sýrði rjóminn...fundinn!!!!!

Sýrði rjóminn dularfulli (án gelatíns) er fundinn :) Eftirfarandi comment barst frá Ólafi M. Magnússyni hjá Mjólku:

Sæl Sigrún.

Þú getur alveg treyst því að það er ekkert gelatín í sýrðum rjóma frá Mjólku, allar tegundirnar 5% 10% og 18%. Einnig eru engin rotvarnarefni eða braðefni notuð í sýrða rjóman. Það sama má segja um jógúrtið þar er engin viðbætur sykur eða hjálparefni notuð til þess að lengja líftíman eins og rotvarnarefni. Einnig notum við salt í lágmarki í fetaostinn og hann er fituminni. Sýrður rjómi frá Mjólku er hrein náttúruafurð, en vegna þess við erum bíða eftir nýjum umbúðum þar sem réttar upplýsingar koma fram varðandi þessi atriði. Það er daga spursmál hvenær það verður en við tölum að það væri í lagi að nota þær gömlu því varan er í raun heilnæmari og hollari en umbúðirnar segja til um. Þannig að neytendur eru að fá meiri gæði en lofað er á umbúðum. Með frábæri þökk til ykkar bloggar fyrir ykkar góðu ábendingar um umræður. En við viljum líka nota tækifærið og þakka ykkur þolinmæðina en við erum að koma póstinum og heimasíðunni okkar í betra horf og vonumst til að allir fá í framtíðinni svar við fyrirspurnum og ábendingum sem þeir beina til okkar.

Þetta eru góðar fréttir!!!!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

barbietec
13. júl. 2007

vúhú!!!! glæsilegt!

gestur
14. júl. 2007

hæ nú ættir þú að vera ánægð, ég kaupi alltaf frá Mjólku enda er Óli fyrrverandi leigjandi minn úr Hrísholtinu, þú ættir að muna eftir honum. Vona að allt gangi vel hjá honum og við fáum goða vöru áfram.Kv. m (=Sólveig )

Korinna
16. júl. 2007

glæsilegt! áfram Mjólka!!!

Rakel
22. júl. 2007

Frábært:) En er einhverstaðar hægt að sjá nákvæma innihaldslýsingu í jógúrtinu þeirra? Það kemur fram á umbúðunum að það sé notað bragðefni, en kemur ekkert fram nánar hvað er í því, jógúrtið er allavega disætt á bragðið og kolvetnisinnihaldið er ekki minna en í sykruðu jógúrti.

Maddaman á Selfossi
28. júl. 2007

Hef keypt vörurnar frá Mjólku frá því þær komu á markað. Fékk strax góða tilfinningu fyrir þeim. Svo eru líka umbúðirnar svo sætar ;)