Týndi, sýrði rjóminn

Ég sendi Mjólku póst fyrir um 8-9 mánuðum eða svo og spurðist fyrir um notkun gelatíns í sýrða rjómanum þeirra. Eins og notendur CafeSigrun eflaust vita er ég alfarið á móti þessu ógeði í matvöru...á ekki að viðgangast. En sem sagt ég fékk ekkert svar frá þeim (eins og ég bloggaði um þá) en nokkrum mánuðum seinna var sýrður rjómi án gelatíns kominn á markað...kannski af því að ég benti þeim á að þeir væru fyrstir að bjóða upp á þetta ef þeir færu út í þetta og að allar grænmetisætur myndu fagna þessu og kaupa frekar af þeim????? Hver veit.  Ég fékk svo þau svör frá MS að þeir ætluðu ekkert að spá í þessi mál, skiptir svo sem engu....ef ég get keypt frá Mjólku.

Anyways....ég er búin að leita í öllum búðum að þessu fyrirbæri...sýrðum rjóma án gelatíns, en finn hvergi. Er þetta bara selt í Bónus eða álíka? Þetta er ekki til í Hagkaupum eða 10-11 að minnsta kosti (ekki í þeim búðum sem ég hef farið í). Ég nota reyndar afar lítið af mjólkurvörum og sýrður rjómi finnst mér ekkert góður en það má nota hann í ýmislegt......

.......Where is it?

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Heidi
12. júl. 2007

Bíddu nú skildi ég ekki alveg. Er Mjólka með einhverja sértýpu sem er án gelatíns og þú ert að leita að henni eða finnurðu ekki sýrða rjómann frá Mjólku yfir höfuð? Ef svo er þá sé ég hann allaveganna alltaf í haugavís í Bónus.

CafeSigrun.com
12. júl. 2007

Ég er eingöngu að leita að sýrðum rjóma án gelatíns og hann á að vera frá Mjólku. Það er til nóg af sýrðum rjóma frá Mjólku í öllum búðum en ekki þessi án gelatíns...það er meira að segja búið að auglýsa hann í blöðum en ég finn hvergi!!!

Hófí
12. júl. 2007

Sæl Sigrún og takk fyrir frábæra síðu!

Einhver sagði mér að það væri bara *ein prósentan* frá þeim sem væri án gelatíns - gæti hafa verið 18%? Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það og hef ekki athugað það sjálf...

barbietec
13. júl. 2007

Akkúrat! ég talaði nú við manninn persónulega um daginn og hann sagði "ekkert gelatín í sýrða", mig er farið að gruna að umbúðirnar séu rangar hehehe.. spurning um að senda honum póst um þetta :)

Ása
13. júl. 2007

Ætlaði að kaupa sýrðan rjóma frá Mjólku án gelatíns en miðað við innihaldslýsingar er gelatín í öllum sýrða rjómanum frá þeim. Greinilega einhver misskilningur þarna á ferð!

Ólafur M. Magnússon
13. júl. 2007

Sæl Sigrún.

Þú getur alveg treyst því að það er ekkert gelatín í sýrðum rjóma frá Mjólku, allar tegundirnar 5% 10% og 18%. Einnig eru engin rotvarnarefni eða braðefni notuð í sýrða rjóman. Það sama má segja um jógúrtið þar er engin viðbætur sykur eða hjálparefni notuð til þess að lengja líftíman eins og rotvarnarefni. Einnig notum við salt í lágmarki í fetaostinn og hann er fituminni. Sýrður rjómi frá Mjólku er hrein náttúruafurð, en vegna þess við erum bíða eftir nýjum umbúðum þar sem réttar upplýsingar koma fram varðandi þessi atriði. Það er daga spursmál hvenær það verður en við tölum að það væri í lagi að nota þær gömlu því varan er í raun heilnæmari og hollari en umbúðirnar segja til um. Þannig að neytendur eru að fá meiri gæði en lofað er á umbúðum. Með frábæri þökk til ykkar bloggar fyrir ykkar góðu ábendingar um umræður. En við viljum líka nota tækifærið og þakka ykkur þolinmæðina en við erum að koma póstinum og heimasíðunni okkar í betra horf og vonumst til að allir fá í framtíðinni svar við fyrirspurnum og ábendingum sem þeir beina til okkar.

CafeSigrun.com
13. júl. 2007

Húrra, húrra.....Gott mál!!! Kærar þakkir fyrir upplýsingarnar. Veit að margir verða glaðir við þessar fréttir.

pési
27. ágú. 2007

Gaman að sjá hvað Mjólka er með skemmtilega neytendasíðu....