Eiturpylsur

BBC greinir frá því í dag að aukaefnið E-128 (litarefnið rauður 2G) geti orskað krabbamein. Aukaefnið sem er litarefni er notað í breskar pylsur og hamborgara. Ég veit ekki með íslenskar pylsur (veit bara að þær eru eru án MSG). Litarefnið breytist í fitukennt efni í líkamanum sem kallast aniline og hefur verið sýnt fram á að rottur og mýs sem hafa verið sprautaðar með þessu efni geta myndað með sér æxli. Efnið er bannað í mörgum löndum, t.d. Japan en ég veit ekki hver staðan er hér. Pylsur hafa svo sem aldrei talist hollustumatur og ekki það að ég sé að leggjast í pylsuát...fannst þetta bara forvitnilegt. Enn og aftur er það staðfest að unnin matvara er slæm fyrir okkur. Svo sem ekkert nýtt en fólk er lengi að læra.

Fann hérna annars áhugaverða grein á Umhverfisstofnunar um matvæli

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

gestur
11. júl. 2007

hæ það eru mörg ár síðan hætt var að nota litarefni í pylsur hér, en áður fyrr voru þær rauðar og þótti mörgum að þær væru ekki eins á bragðið (sem var ekki rétt) þær eru alveg eins. Kv. mamma.