Hækkun
Hmmm latteið mitt á Kaffitári var að hækka úr 340 í 370 krónur án nokkurra skýringa. Not happy. Þetta er rúm 8% verðhækkun. Ég er ekkert sérstaklega sátt við það aðallega af því það lækkar aldrei aftur er það...fer bara hækkandi. Þrátt fyrir styrkingu krónunnar, lágt gengi dollarans og allt það. Mér finnst 30 króna hækkun á kaffibolla mikil hækkun. Þegar bollinn kostar 370 krónur í stað 340 þá fer maður að hugsa sig tvisvar um, sérstaklega þegar maður er vanur að kaupa kaffi á hverjum degi. Það munar tæpum 8000 krónum á ári miðað við 5 daga vikunnar (þori ekki að reikna hvað ég drekk fyrir mikið kaffi á ári). Mann munar um minna :( Kannski að maður ætti að minnka þetta kaffisull bara :( Jóhannes er reynar að verða rosa flinkur í mjólkurlistinni líka...spurning um að biðja hann bara um að gefa mér alvuru kaffi á hverjum morgni! Hann gerir alveg killer latte þó hann drekki ekkert annað en espresso. Allt til að þóknast manni sko.
Vei vei vei....Jóhannes kemur heim á eftir.
Ummæli
07. júl. 2007
Bara fyrir forvitnissakir..hvað latté drekkurðu á Kaffitári?
Hefurðu skoðun á því hvort betra sé að drekka sojamjólkurkaffi eða kaffi með hrísmjólk? Ég er að skera niður mjólkurvörur hjá mér og er áhugamanneskja hvaða sojavörur séu bestar :)