Púkó hamborgarafrétt

Mér finnst alveg svakalega púkó og alveg einstaklega gúrkulegt þegar dagblað birtir frétt þess efnis að þekktur líkamsræktargaur hér í borg hafi verið að kaupa sér 4 hamborgara. Í fyrsta lagi kemur öðrum það ekki við hvað hann borðar, í öðru lagi var hann kannski að kaupa fyrir aðra og í þriðja lagi má hann alveg borða hamborgara ef hann langar til þ.e. hann er ekki að auglýsa það að hann sé grænmetisæta eða selja salat í boxi eða álíka. Sem betur fer er ég ekki að lenda í svona því þá væri ég fyllibytta og súkkulaðifíkill því í hverjum mánuði þegar ég kom frá London til Reykjavíkur keypti ég áfengi fyrir aðra (kaupi reyndar ALDREI tóbak fyrir aðra) og bara í síðasta mánuði keypti ég 9 poka af Hersheys súkkulaðikossum fyrir Elvu vinkonu sem er að fara að gifta sig í haust. Maður veit aldrei alla söguna á bak við fólk...þetta er ástæðan fyrir því að mér finnst Ísland allt, allt of lítið. Slúðurblöðin eru svo sem ekkert lamb að leika sér við í London en það er munur á 8 milljón manna borg eða 170 þúsund manna borg.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Jóna María
04. júl. 2007

hæhæ, man ekkert hvaðan ég kom á þetta blogg.. en ég er rosalega sammála þér með þetta, fannst þetta allsvakalega hallærisleg frétt, átti bara ekki orð yfir þessari vitleysu

Alexsandra (ókunnug)
06. júl. 2007

Var þá gúrkutíð hjá þér þegar þú skrifaðir um manninn sem setti alla sykurmolana í kaffið sitt?!

CafeSigrun.com
06. júl. 2007

Elskan mín góða. Það er ALLTAF gúrkutíð hjá mér og ég blogga sjaldnast um eitthvað skiptir máli. Enda var það ekki punkturinn í sögunni minni. Punkturinn var sá að maðurinn er þekktur hér á landi (og hann var nafngreindur og með mynd) og það var verið að blogga um hvað hann var að kaupa í matinn. Það finnst mér glatað. Mín frétt var ekki um þekktan mann heldur einhvern nobody og það er allt annar hlutur, meira hugleiðing en slúður og fyrir utan það þá birtist mín frétt ekki í blaði sem er dreift inn á 70 þúsund heimili. Smá munur