Læknaterrorismi

Sko....þessir bjálfar sem reyndu að sprengja allt í kaf þarna í London og Glasgow voru allir læknar...er alveg viss um að einhver þeirra framkvæmdi aðgerðina á hnénu mínu forðum daga....og að hann hafi skilið eftir hár af handleggnum ofan í sárinu (hann var loðinn alls staðar nema á augnlokunum). Æi ég veit ekki. Finnst grunsamlegt að þeim hafi mistekist..finnst grunsamlegt að þeir skildu eftir sig hrúgu af sönnunargögnum, finnst grunsamlegt að þeir hafi ekki sprengt sjálfa sig í loft upp og finnst líka grunsamlegt að þeir hafi notað gaskúta sem yfirleitt er ekki auðvelt að sprengja (nú tala ég ekki af reynslu hér...hef bara lesið um það). Finnst eins og þetta hafi bara verið svona til að sýnast og að stærri hryðjuverk séu í nánd. Rosalega er maður samt klikk að sjá myndir af London og öllu þessu veseni og hugsa "ohhhhhhh hvað mig langar aftur út". Ekki það að ég hafi farið oft á næturklúbbinn Tiger Tiger (og aldrei) heldur fór ég alltaf úr strætó ef ég tók nr. 354 niður í bæ heiman frá okkur ef ég nennti ekki að labba þennan spöl. Vinstra megin við Tiger Tiger gat maður stytt sér leið inn í Covent Garden (mun skemmtilegra en að labba í gegnum túristaþvöguna á Piccadilly og Leicester Square). Það er svo skrýtið að fylgjast með úr fjarlægð, finnst það asnalegt. Annars er Jóhannes að fara til London á morgun og kemur á föstudag....hann er samt ekki læknir (þó hann hafi afar græðandi hendur) svo ég held að hann sprengi ekki neitt í loft upp...ekki nema hann borði eitthvað sem fer illa í magann á honum he he. Varla samt.

Annars setti ég inn fjögurhundruðustu uppskriftina á vefinn um daginn. Það er magnað! 100 uppskriftir á ári. Veit nú stundum ekki til hvers ég er að þessu svona miðað við umstangið...finna uppskrift, prófa hana nokkrum sinnum, breyta uppskrift, prófa aftur, taka myndir, laga til myndir, setja inn á vefinn, skrifa um uppskriftina....crazyness....:)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Hrundski
04. júl. 2007

sammála - þetta er mjög grunsamlegt allt saman. Bara eins og þetta sé gert til að hræða liðið......

Annars kemur þetta með læknana ekki á óvart. Vissum að skurðlæknirinn þinn og heimilislæknirinn minn séu saman í þessu hahahahha

Alma María
11. júl. 2007

400 uppskriftir. Þú ert ekkert smá dugleg og við hin fáum að njóta. Hlakka til að prófa nokkrar heilsubombur í Laugavegsgöngunni minni um helgina :)

Helen
13. júl. 2007

Þú ert að þessu af því að þú ert æði! Og við hin er óóótrúlega þakklát! :) Hlakka til að fara prufa nýjar uppskriftir!

sólarkveðja,

Helen