Besti veitingastaðurinn

Þar sem við lágum í sólinni einhvers staðar á Hengilsvæðinu var ég að spá í hvað ég myndi velja sem eftirlætis veitingastaðinn minn. Ég held að án efa yrði ég að velja "að borða hollan útilegumat í góðu veðri í náttúrunni". Jóhannes sagði að þetta væri svindl og að ég mætti ekki velja náttúruna sem veitingastað. Kannski ekki en þetta væri samt mitt fyrsta val. Það jafnast ekkert á við það að sitja í náttúrunni umvafin fallegu umhverfi, fjöllum, hrauni, mosa og sólskini og borða það sem maður hefur sjálfur búið til. Við vorum með heimatilbúið muesli, smurt brauð, kraftaköggla (próteinbita), Larabari (hollir orkubitar sem maður kaupir í heilsubúðum), útilegunúðlusúpu með þurrkuðum sveppum (holl sveppasúpa bragðbætt með þurrkuðum sveppum ásamt hrísgrjónanúðlum). Naaaammmi nammmm. Gangan var frábær en aðeins styttri en við ætluðum okkur sökum roks. Það var allt í lagi. Við tjölduðum á frábærum stað og slöppuðum bara af í skjólinu. Það jafnast ekkert á við að finna gott tjaldstæði...í góðum grasbala við lítinn læk. Mikið getur maður verið ánægður með lífið...líka þegar maður burstar eiginmanninn 43-5 í Olsen Olsen (eða allt að því).

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Jóhannes
25. jún. 2007

43:5, það er staðan ef þú færð að nota logarithmiskan kvarða en ekki ég :)

CafeSigrun.com
25. jún. 2007

Je je....Mr. tapsár...eins gott að var nóg af mosa til að grenja ofan í hahahahahahah.