Tvö skref til baka

Ohhh alltaf þegar mér finnst við vera að fara tvö skref áfram, þá förum við tvö skref til baka. Ég hringdi nefnilega áðan í Maður lifandi í Borgartúni og spurðist fyrir um lífrænt ræktaða kjúklinga. Maðurinn sem svaraði vissi hvorki upp né niður og sagði svo að lokum "Nei...ekki lífrænir en þeir eru ekki sprautaðir" (what ever that means). Ég spurði á móti.."eigið þið til þá kjöt af 'free range kjúklingi?", "Ha???". "Eigið þið til kjöt af 'free range' kjúklingi" sagði ég. "Frí hvað?"....."FREEEEE-RAAAANGE"... "Uhhhh veit ekki hvað það er"... Ok eigið þið til kjöt af hamingjusömum kjúklingi, kjúklingi sem ekki hefur verið í búri alla sína ævi??" (reyni yfirleitt að forðast að nota orðasamsetninguna 'hamingjusamur kjúklingur' þar sem fólk fer yfirleitt að flissa og mér er yfirleitt ekki hlátur í huga þegar ég spyr að þessu). Svarið var sem sagt "nei það held ég ekki".

Þetta ÞOLI ég ekki að heyra......hefur fólk aldrei heyrt um free range kjöt? Velferð dýra? Ég hafði lesið einhvers staðar að Maður lifandi gæfi sig út fyrir að vera að spá í þessa hluti? Nær það bara yfir suma hluti? Ekki það Maður lifandi er frábær búð (4sinnum dýrari reyndar en sambærileg búð í London en ok, þeir eru allavega að bjóða upp á smá samkeppni við aðrar heilsubúðir sem er frábært). Ég vildi bara óska þess að þessar verslanir færu alla leið. Það ER til fólk sem vill borga meira fyrir þessa hluti. Þoli ekki þetta hálfkák. Júlíus á Tjörn...ef þú ert að lesa þetta...við viljum kjötið af hamingjusömu kjúklingunum þínum!!!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Korinna
15. jún. 2007

Ég er alveg sammála þér! það er fáranlegt að það fæst ekki hamingjusamt kjöt hérna! Ef maður reynir að benda á það þá er svarið yfirleitt að dýrin væru betra haldin en tíðkast í útlöndum og að þar væri ekki mikið um áburð í íslensku landbúnaði eða eitthvað í þeim dúr. Er hægt að treysta því?

Það sést alveg kýr út en nóg fyrir allt kjötið sem er í búðunum, eða hvað? Bara fisk og lamb? hrossakjöt? það er svo skritið að það er ekkert merkt hérna og ekkert pælt í þessu!

ps.takk fyrir góða síðu!

agnes
24. jún. 2007

sæl Sigrún og takk fyrir að leyfa okkur hinum að njóta allra frábæru uppskriftanna. Er einmitt að fara að búa til sveitamuffins á eftir!:)

En þegar maðurinn sagði þér að kjúklingurinn væri ekki sprautaður þá meinti hann að í kjúklinginn væri ekki búið að sprauta þrúgusykri eins og í ALLA kjúklinga á íslandi nema held ég frá Matfugl. Einnig var ég líka búin að spyrjast fyrir með lífræna kjötið, markaðurinn á íslandi er bara ekki nógu stór fyrir þetta.

Keep up the good work!