Gardínukaup

Það er ekkert leiðinlegra í öllum heiminum en gardínur. Í því felst að kaupa gardínur, spá í gardínur, festa upp gardínur og bara almennt allt sem tengist gardínum. Eftir 6 ára dvöl í landi sem er ekki eins nálægt heimskautsbaug finnst mér bara ekki meika sens hversu bjart er hérna yfir sumartímann. Mér finnst það eiginlega bara rangt og mér líður betur þar sem er eðlilegri skipting milli birtu og dimmu. Ég sef með klút yfir augun til að ég geti yfir höfuð sofnað. Við fórum í gær í gardínuleiðangur (eða réttara sagt, Jóhannes dró mig). Mér finnst líka óþolandi að afgreiðslufólk horfi á mig þegar það spyr út í gardínurnar....Jóhannes er miklu betri í svona en ég. Enda sagði ég ekki orð þegar konan spurði um lengd, breidd o.s.frv. Jóhannes var fullfær um að svara því og mér finnst asnalegt að gera ráð fyrir því að einungis konan viti um þessi mál. Ef ég hefði opnað munninn hefði ég urrað svo það var gott að ég hélt honum bara lokuðum. Ég er með algjört hatur á flestum búðum. Sérstaklega fatabúðum. Gardínubúðir fylgja fast á eftir. Einu búðirnar sem ég hata ekki eru heilsuvörubúðir og matvörubúðir, þar get ég verið forever. Svo ég skil svo sem fólk sem getur hangið í gardínubúð (ef það hefur áhuga á gardínum) en það hef ég bara ekki. Ég hata líka verslunarmiðstöðvar og brúnirnar þyngjast ískyggilega ef ég neyðist til að fara inn í eina slíka. Ég labba um verslunarmiðstöðvar (tilneydd) brúnaþung með skeifu á munninum, í vondu skapi og urra ef einhver talar við mig. Þær draga ekki það besta fram í mér. Gardínubúð í verslunarmiðstöð væri mitt helvíti.

Gardínurnar í svefnherbergið okkar koma hins vegar ekki fyrr en eftir 3 vikur svo ég verð bara að halda áfram að sofa eins og Batman. Okkur tókst ekki að kaupa gardínur í eldhúsið né stofuna. Það var eiginlega mér að kenna ég hafði ekki þolinmæði né áhuga í meira en reyndar voru gardínurnar flestar svo afspyrnuljótar (fannst okkur allavega) að ég gat ekki hugsað mér að fara nálægt þeim. Vildi að ég gæti sveiflað töfrasprota um húsið og galdrað gardínur á alla glugga :(  

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Hrundski
13. jún. 2007

vá hvað ég er sammála.... Vona bara að það fylgi gardínur næst þegar við kaupum íbúð (eða hús)...... sama hvernig þær eru :p