Í London

Jæja þá fer dvöl minni að ljúka hér í London. Þó þetta hafi verið stutt stopp nýtti ég það út í æsar. Ég undirbjó fyrirlesturinn í gær, hitti liðið á skrifstofunni og eftir það fór ég í labbitúr enda gott veður. Það batnar ekki 'heimþráin' eftir London þegar maður labbar fram hjá húsinu sínu á sínum gorgeous stað og hverfi :( Bara versnar. Í morgun var svo fyrirlesturinn sem gekk glimrandi vel og svo þurfti ég að vera á símafundi kl 16 en var laus eftir það. Ég trítlaði líka um í góða veðrinu (sól og 24 stiga hiti), horfði á skrýtna fólkið sem ég hef saknað svo, fór og fékk mér latte á "okkar stað" í Soho, settist og naut sólarinnar og bara almennt saknaði London til helvítis. Ég meira að segja saknaði götusóparanna sem maður labbaði fram hjá næstum því á hverjum degi...sömu götusóparar og allt. Veit ekki hversu lengi við þolum við á Íslandi (þó okkur þyki vænt um það auðvitað) en eftir að hafa farið í nokkrar ferðir í heilsubúðirnar þá líður mér alls ekki vel með að fara heim. Sem betur fer er Jóhannes heima því ég hlakka auðvitað til að hitta hann.

Mér heyrðist á símafundinum að það væri verið að skipuleggja námskeið og fyrirlestur með mér í Bandaríkjunum og eitthvað hefur verið rætt um Brasilíu.....aldrei að vita nema maður falli fyrir suðrænu töfrum Brasilíu en þar á yfirmaður minn íbúð og íbúðinni býr fyrrverandi ástmaður hans (mjög flókið samband sem allt of langt mál væri að rekja hér en væri efni í heila, langa bók). Þangað langar mig að minnsta kosti að koma en ég dreg nú Jóhannes með mér ef af verður.

Next stop, Reykjavík.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It