Þá er það London

Mætti halda að ég væri með fráhvarfseinkenni...nota hvert tækifæri til að komast til London. Ok ég ER með fráhvarfseinkenni (eða meira bara þráhyggju) en er þó ekki að fara af sjálfsdáðum til London heldur er verið að senda eftir mér utan frá. Fyrirtækið sem ég vinn fyrir út í London samhliða því íslenska þarf að fá mig til að kynna verkefni sem ég gerði um daginn fyrir stórt fyrirtæki og til að halda námskeið fyrir starfsmenn þess sama fyrirtækis. Það verður fínt. Væri til í að vera nokkra daga í London (eða bara forever) en nenni heldur ekki að vera of lengi í burtu frá Jóhannesi...það er alltaf leiðinlegt. Ég ætla að fylla á hnetubirgðarnar ef ég hef einhvern lausan tíma og fara í uppáhalds heilsubúðirnar mínar og dansa svolítið af gleði. Svo ætla ég að vinna í breska lottóinu og kaupa íbúð í London....okkar hverfi he he.

En allavega London er það á mánudaginn og kem svo aftur á miðvikudag... Stutt stopp.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Hrundski
01. jún. 2007

Getur keypt þér þá miða í miðvikudagslottóinu - það var einhver karl sem vann 18 milljónir punda í því um daginn !!!!!

CafeSigrun.com
01. jún. 2007

Já, já, já, já... það væri fínt..myndi meira að segja gefa þér alveg milljón sko (pund)

Gúndi
03. jún. 2007

Sæl Sigrún!

Gætir þú fundið fyrir mig heilsukjötfars, á meatmarket þarna í London, hann er rétt hjá Big Ben og mig vantar um 750gr, er með heilsu þema í teiti fyrir mig og tvo aðra vini á deildinni minni, vonandi er þetta ekki mikið mál!! ps ef þú sérð heilsu eggjarauður þá vantar mig í rjómaísinn minn líka.

kv Gúndi

CafeSigrun.com
03. jún. 2007

Smári ég lem þig.... :) en ég skal skoða þetta fyrir þig samt af því þú ert bróðir minn. Hvernig eru hægðirnar annars.....