Hátíðisdagurinn 1. júní

Já þetta verður sannkallaður hátíðardagur. Reykingalaus veitingahús! Ég trúi varla að þessi dagur sé runninn upp og í tilefni hans erum við að spá í að fara út að borða. Þetta er bara brilliant. Nú getur maður farið á hvaða veitingahús sem er og ekki kviðið því að einhver á næsta borði eyðileggi ánægjuna af góðum mat (hef oft hætt við að fara út af því). Ég hef sagt það áður að ég algjörlega HATA reykingar og HATA fólk sem reykir í kringum mig (í þeim tilvikum þar sem ég kemst ekki í burtu og viðkomandi hefur 'leyfi' til að reykja). Ég skil ekki reykingar og hef aldrei gert og ég skil ekki fólk sem reykir. Bara skil það ekki. Ef það bara vissi hversu viðbjóðsleg okkur hinum finnst þessi ógeðslega fýla...myndi það kannski hugsa sig tvisvar um...en svo sem það veit að reykingar skemmir heilsu þess (og okkar) en heldur samt áfram. Algjörlega óskiljanlegt. Það hafa allir val um að hætta, bara spurning um viljastyrk. Fíknin er jafn sterk hjá öllum en viljastyrkurinn og löngunin til að hætta er það ekki.

Ég ætla að fagna 1. júní (þetta verður minn þjóðhátíðardagur) og styðja þetta framtak með því að fara og borða góðan mat og þá á stað sem ég forðaðist áður. Svo sem, uppáhalds staðirnir okkar eru Grænn kostur og á næstu grösum og þar er ekki reykt...mun samt ekki fækka ferðunum þangað :) Ég hélt ekki upp á afmælið mitt síðast en nú er svo sannarlega ástæða til að fagna, húrraa!!!!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It