Framúrkeyrslur og ljót hús

Ég verð alltaf sorgmædd þegar ég keyri á svæðum þar sem einu sinni voru engin hús t.d. upp við Elliðavatn og Rauðhólum. Keyrðum austur fyrir Vík um helgina og þegar maður er að keyra út úr bænum blasa við manni forljótir steinklumpar sem allir eru eins en bara misljótir. Minna helst á einhver "project". Ég verð leið í hjartanu þegar ég sé svona, sérstaklega af því að landið var svo fallegt. Húsum er alls staðar troðið niður og melar og móar fá ekki að vera í friði :(

Það var annars voða skrýtið að keyra austur. Það var greinilega eitthvert mótorkross mót eða álíka fyrir austan því á leiðinni tóku fram úr okkur um 20 bílar á 3ja tíma leið. Ég tek það fram að við vorum allan tímann á 90-100 og fylgdum umferðinni alveg 100%. Bílar sem fara hægt eru líka hættulegir svo það borgar sig að sigla bara áfram. Nú af þessum 20 bílum áttu 15 bílar eitt sameiginlegt. Þeir voru með hjólhýsi aftan í bílnum, eða tjaldvagna, eða kerrur, eða vagna með t.d. 3 mótorhjólum á. Hvað ER í gangi eiginlega. Þegar risa trukkur fer fram úr manni á 120 kílómetra hraða með 3 mótorhjól og 1 fjórhól aftan í sér og í miklum hliðarvindi þarf ekki mikið að gerast til að stórslys verði. Ég tek það líka fram að dágóða hluta leiðarinnar vorum við fyrir aftan risa flutningabíla og tengivagna frá Flytjanda sem héldu sig alltaf á jöfnum 90 kílómetra hraða sem var fínt. En nei þessir brjálæðingar fóru fram úr okkur, báðum flutningabílunum (16 hjóla trukkar) á 120 kílómetra hraða. Sviptivindarnir voru svo miklir þegar þeir fóru fram úr trukkunum að tengivagnarnir þeirra dönsuðu til og frá á veginum. Það voru bílar að fara fram úr okkur með hjólhýsi á stærð við meðal einbýlishús. Ökumenn bílanna sem voru ekki með neitt aftan í bílnum, voru yfirleitt til friðs og voru ekki að taka fram úr. Það var ekki einn lögreglubíll á leiðinni. Því miður. Það er ekkert skrýtið að banaslysin séu svona mörg ár eftir ár.

En jæja nóg um röfl. Það er búið að vera gott veður í Reykjavík (það var snjókoma fyrir austan) þannig að við drifum okkur á Esjuna í gær. Það var reglulega skemmtilegt og ég fann ekki fyrir því sem var enn þá skemmtilegra. Bara þægilegar harðsperrur í rassinum, einmitt þar sem maður vill fá harðsperrur! Þetta var líka fín æfing fyrir gönguferðir í sumar. Við förum að dusta rykið af bakpokunum.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

gestur
29. maí. 2007

Hæ, ef þú átt eftir að fara út á þjóðvegi landsins í sumar (sem ég vona) þá áttu eftir að sjá marga, marga kolruglaða bílstjóra með húsin sín aftan í og fara framúr helst á tvöfaldri línu ,það er toppurinn hjá sumum bílstjórum, fólk er kolruglað í umferðinni ég veit hvernig það er að vera á ferðinni, annars gekk vel hjá okkur þessa helgi bara 3 sem fóru framúr á 2 heilum línum stundum fara 12 - 15 sjáumst mamma.

Maddaman á Selfossi
31. maí. 2007

Leyfi mér að stela yndislega sarcastic setningu úr e-i bíómynd:

„Welcome to Iceland, the land of milk and honey“ ;)