Frekar óhamingjusamar hænur

Jæja þá er ég búin að hringja út um allar trissur í leit að hamingjusömum hænum ("free range" kjúklingakjöti). Leitin bar því miður ekki árangur. Ég hringdi sem sagt í Nesbú (loksins var svarað) og konan þar sem var mjög hjálpleg sagði mér að þeir væru ekki með svona kjöt. Brúnegg hafði sömu sögu að segja og maðurinn þar (sem var hjálplegur líka) sagði að því miður væri markaðurinn of lítill en hann hefði þó fengið símhringingar frá fólki vegna þessa en þeir gætu ekki skoðað þetta enn þá þar sem almenn sala yrði of lítil. Þetta er því bara spurning um eftirspurn. Þannig að....góða fólk, ef við leggðumst öll á eitt og hættum að kaupa kjúkling nema hann væri free range þá myndi eitthvað gerast. Það er algerlega óraunhæft, ég veit en maður má láta sig dreyma :( Hann hjá Brúnegg var sammála mér í því að við Íslendingar værum alveg 5 árum á eftir nágrannaþjóðum hvað þetta varðar, sérstaklega Bretlandi.

Ég sit sem sagt uppi með það að ég get ekki keypt hamingjusama kjúklinga fyrir Jóhannes í kvöldmat því það eru of fáir að spá í þessi mál hér á landi eða láta ekki í sér heyra. Afhverju er svona mörgum sama um allt, afhverju eru neytendur án skoðana? Afhverju er svona mörgum sama um velferð dýra? Ég gæti grenjað. Við erum svoooo aftarlega á merinni. Ég veit samt að sem betur fer eru margir notendur CafeSigrun sammála mér og það er huggun harmi gegn. Veit eiginlega ekki hvað næsta skref gæti verið, er eiginlega komin á byrjunarreit. Eftir 6 ára veru í London er þetta afar slæm þróun.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

silla
13. apr. 2007

já ég er sammála þér með hvað þetta er mikið rugl að maður geti ekki fengið ósprautaða kjúklinga. eiga þeir ekki frosnar lífrænt ræktaðar bringur í maður lifandi? það hélt ég en veit þó ekki hvort það þýði það sama og hamingjusamir... annars forðast ég kjúkling af þessum ástæðum og held mig frekar við lambið

silla
13. apr. 2007

svo er bara málið að fólk pælir ekkert svo mikið í mat yfirhöfuð og kaupir bara það sem grípur augað. Þegar maður fer í Bónus er risastór hluti varanna þar óhollur eða með einhverju óhollu í. Hitt er svo annað mál að einu sinni prófað hollan lífsstíl þú vilt ekki það gamla

Sigrún
13. apr. 2007

Ja sko, lífrænt ræktaðar hænur eru ekki endilega hamingjusamar en þó er aðbúnaðurinn yfirleitt snöggtum skárri en hjá venjulegum hænum. Lífræn vottun hefur yfirleitt með fóður að gera (lífræn framleiðsla á fóðrinu sem þær éta) en oft er meira pláss þó þær fái ekki að fara út. Ég vil hamingjusamar OG lífrænt ræktaðar hænur :( Ég ætla samt að athuga þetta hjá Maður lifandi, kannski vita þeir meira um málið! Takk fyrir ábendinguna.

Alma María
14. apr. 2007

http://www.islenskarhaenur.is

Skv þessum vef virðast þetta vera hamingjusamar hænur en svo er bara spurning hvort þeim er slátrað til áts eða hvort bara er hægt að kaupa eggin og lifandi hænur?

Elín Kjartansdóttir
18. okt. 2007

Ég er mjög sammála þessari umræðu. Það er slæmt að fólk hafi ekki val á að kaupa slíkar vörur, þó að þær yrði eitthvað dýrari.

Ég fór til Berlínar í sumar. Berlínarbúar eru mjög framarlega í þessum efnum. Flottar verslanir sem aðeins selja vistvænar vörur á öllum sviðum, frá kjöti, gærnmeti til snyrtivara.....

Einnig eru veitingastaðir sem bjóða aðeins upp á hráefni sem er

visvænt og þú getur lesið á matseðlinum um uppruna vörunnar ....... Á lestarstöðvum getur þú flokkað ruslið þitt... flöskur, umbúðir, plast, pappír o.s.frv.

Við erum ekki góð hér á landi í þessum efnum, eiginlega algörir umhverfissóðar.......... það verður bara að segjast eins og er. Við mættum læra af nágrannaþjóðum okkar og temja okkur betri umgegni með sorp sem dæmi og einnig að breyta matarinnkaupum yfir í vistvænni vörur..........ég myndi ekki hika við að kaupa frekar "hamingjusama "kjúklina... kaupi brúnegg frekar en önnur, ef að ég á kost.....

Eva Lísa
28. nóv. 2008

Ég er alveg sammála þessari umræðu, þetta er að gera mig brjálaða. Er þetta vatn sem þeir sprauta í kjúklinginn eða ? Finnst bringurnar alltaf svo vatnssósa eitthvað.

Sigrún
28. nóv. 2008

Já meðal annars vatn en einnig rotvarnarefni ýmiss konar ásamt salti o.fl. Lestu utan á innihaldslýsingu á kjúklingabringu næst þegar þú ert í búðinni...stundum eru bringurnar meira að segja sykurbættar!

Það var einmitt auglýsing frá einhverju kjúklingabúinu í sumar þar sem auglýstur var kjúklingur ÁN SYKURS!!!!!!!!