Æsispennandi kaffikeppni - Dagur 1

Jóhannes var kaffidómari í gær á Íslandsmeistarakeppni kaffibarþjóna. Hér má lesa um dag 1 í æsispennandi keppni um Íslandsmeistaratitilinn þar sem fólk svitnar kaffidropum og skelfur á beinunum með glamrandi bollana (eða svona hér um bil). Hið minnsta smáatriði getur fellt keppendur og oft eru taugarnar þandar til fulls. Hið mesta vandaverk að gera kaffi.

Nú er Jóhannes á power trippi (segir hann sjálfur, ekki mín orð), hann er kaffilöggan og skammast heilmikið (í huganum) yfir því sem er vitlaust gert hjá vesalings kaffibarþjónunum víðs vegar um borgina. Hann hefur svo sem gert það í langan tíma! Er að spá í að gefa honum búning með kaffilöggumerki svo hann geti handtekið fólk fyrir gróf espressobrot he he.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It