Hamborgarar dauðans

Hmmmm. Eftir að hafa lesið Fast Food Nation eftir Eric Schlosser þá sannfærðist ég enn þá meira um hversu mikið skyndibitamatur er hrikalegur heilsu fólks. Ekki það ég hef svo sem ekki borðað skyndibitamat í 20 ár en alltaf er hægt að koma manni á óvart eins og í þessu myndbandi http://www.youtube.com/watch?v=mYyDXH1amic oj barasta. En ég hugsa líka alltaf að við séum heppin að geta hugsað svona því sveltandi fólk væri eflaust til í einn BigMac. Gott að gleyma því ekki.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig Hrönn Sigurðardóttir
04. apr. 2007

Halló,

Ég sá hjá þér í "algengar spurningar" umfjöllun um lífrænt kjöt og langaði þess vegna að segja þér frá því að ég hef keypt lífrænt lambakjöt frá Brekkulæk í Miðfirði undanfarin tvö til þrjú ár. Kjötið er það besta sem ég hef nokkur sinni fengið auk þess að vera hagstætt í innkaupum. Mæli eindregið með því!! Ég get sent á þig auglýsingu sem ég á frá þeim á tölvutæku formi ef þú vilt en annars þá heita þau Friðrik og Henrike og eru með rik@simnet.is eða síma 451 2977.

Á síðunni http://lifraent.hvanneyri.is/adalsida.htm sá ég líka að sagt var frá því að fimm íslenskir bændur ræktuðu lífrænt lambakjöt sem er nú aldeilis framför frá því sem var.

Takk fyrir að halda úti skemmtilegri síðu :-)

Sólveig Hrönn