Allt á fullu

Jæja, þá erum við á fullu að pakka niður í kassa. Haldið ekki að ég hafi fjárfest í safapressu um helgina. Ég keypti LÍKA Kitchenaid alvöru hrærivél. Veiiiiii. Er nú þegar búin að máta safapressuna og ef þið eigið ekki eina slíka nú þegar....fáið ykkur. Þvílík dásemd. Ég trúi bara ekki vökvanum sem kemur úr þessari vél. Hann er SVO bragðbóður og dásamlegur. Nammi namm. Ég mun að sjálfsögðu birta safauppskriftir síðar þegar ég er almennilega búin að koma mér fyrir á Íslandi.

Það er mun erfiðara að flytja héðan en við gerðum ráð fyrir og þá er ég að meina andlega. Við þurfum á hverjum morgni og oft á dag að pússa "fallegu gleraugun" okkar (bjartsýnisgleraugun). Það er margt verra í heiminum en að þurfa að flytja til Íslands en akkúrat núna er það ekki svo augljóst fyrir okkur (fyrir utan að vera með góða heilsu og allt það). Það sem við huggum okkur við er að við getum flutt hingað aftur (nú eða eitthvert annað).

Það er smá bið á myndunum frá Kenya því Netið okkar er enn þá niðri (!##%$#%##$%$# BT sem taka sér GÓÐAN tíma í að laga línuna) og við erum enn þá á Neti nágrannakonunnar Söru. Hún er með takmarkað upphal og niðurhal svo við viljum ekki misnota aðstöðu okkar.

Over and out.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

gestur
07. mar. 2007

frábært veður hér (núna) 8 st hiti logn og sól ekki læmt að koma heim í svona veðri svo er nú sumarið framundan. kv mamma.