Stunur frá frakkaklæddum mönnum

Mér stóð ekki á sama áðan. Það komu 4 frakkaklæddir menn til að meta íbúðina sem er núna farin á sölu fyrir litlar 50 milljónir. Ef einhver les þetta og á 50 milljónir til að gefa mér, þá eru þær mjög vel þegnar. Lofa að gefa hluta til góðgerðamála meira að segja (of course).

En allavega, ég sit inni í stofu og er bara í tölvunni og þá heyri ég voða mikið af úúúú og aaaaa, beautiful og so elegant og so pretty og ég veit ekki hvað. Svo komu eiginlega stunur sem hljómuðu eins og "ohhhh yes" og "isn't it wonderful". Hmmmmm. Mér var hætt að lítast á blikuna. Ég ákvað að bíða í smástund og það var þögn í nokkrar mínútur. Ég ákvað að athuga málið og trítlaði fram í eldhús og gægðist inn um dyrnar. Þá stóðu frakkaklæddu mennirnir 4 í kring um Elektru (kaffivélina). Meira að segja hafði einn þeirra hendurnar á henni......"Oh sorry......" sögðu þeir og roðnuðu pínu svona eins og ég hefði labbað inn á þá að gera eitthvað allt annað. Þeir hálfpartinn gleymdu að skoða það sem þeir ætluðu að skoða og mundu eftir því á leiðinni út. Kæmi mér ekki á óvart þó að þeir þyrftu að koma aftur he he. Kannski að maður helli upp á dísina :) Aldrei að vita nema einhver þeirra eigi 50 milljónir!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Hrundski
03. mar. 2007

Ertu vissum að þetta hafi verið fasteignasalar???

Dónakarlar eru alltaf berleggjaðir í frökkum........

gestur
03. mar. 2007

ef þeir koma aftur ekki hika við að gefe þeim keffi keffi og með þvi það er islenskur siður kennski færðu eina millu !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Hhver veit. kv mamma.